Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Page 16
16 | | 3. ágúst 2023 Emmsjé Gauta þarf vart að kynna enda einn ástsælasti tónlistarmaður og rappari okkar Íslendinga. Gauti, sem heitir fullu nafni Gauti Þeyr Másson, er einnig flytjandi þjóðhátíðarlagsins í ár sem hefur slegið rækilega í gegn og fjallar um þúsund hjörtu sem að slá í takt. Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði Eiríkssyni, einum eftirsóttasta pródúsent á landinu. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson tók sömuleiðis þátt í lagasmíðinni. Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja eru báðir með í laginu en Gauti gerði sér leið til Eyja í vor bæði til þess að fá kórana til að syngja inn á lagið og til að taka upp tónlistar- myndband. Gauti var á leið í sænska móðurskipið IKEA með fjölskyldu sinni þegar blaða- maður heyrði í honum. Gengið smurt fyrir sig „Ég hef alltaf verið spenntur fyrir því að spila á Þjóðhátíð en í þetta skiptið er einhvers konar auka fiðringur fyrir því að vera með lagið. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að ég væri pínu stressaður en ég held að þetta sé samt allt eðlilegt, bara svona týpískt stress sem ég upplifi alltaf fyrir svona stór gigg.” „Ég held ég hafi aldrei fundið fyrir jafn mikilli pressu að semja músík. Vanalega finnst mér eigin- lega engin pressa að semja músík en þarna varstu með tímaramma og kannski ekki beint einhverjar reglur, en það eru samt alveg óskrifaðar reglur. Allavega ef maður ætlar að ná þessu í gegn þá þarf þetta að vera í einhvers konar ákveðinni þemu, en ég er alveg rosalega sáttur með útkomuna og er eiginlega bara ennþá að átta mig á því hversu jákvæð við- brögðin eru búin að vera. Það er búið að vera lyginni líkast hvað allt ferlið er búið að ganga vel fyr- ir sig eftir að við gáfum út lagið. Þetta hefur bara runnið einhvern veginn smurt fyrir sig.” En hvernig kom lagið til þín? „Það kom til mín í draumi, nei djók. Ég held bara að eftir margar stundir í stúdíóinu með Þormóði og eftir að hafa kafað í það hvern- ig okkar upplifun á Þjóðhátíð er þá bara kom þetta. Mér fannst okkar upplifun einhvern veginn þurfa að endurspegla textann en lagið þurfti líka að vera þannig að fólk gæti tengt við það. Ég hef aldrei farið sem gestur á Þjóðhá- tíð heldur hef ég alltaf farið sem atriði þannig að fyrir mér er þetta bara um að standa uppi á sviði og horfa á mörg þúsund manns, það er svona mín upplifun. Síðan þarf maður bara að vera smá klisju- gjarn og breyta manneskjum í hjörtu og syngja fallega um það.” Hef ekki hugmynd um hvaða lið þetta er Gauti kom fyrst fram á Þjóðhátíð árið 2014 og verður þetta sjötta skiptið sem hann treður upp á stóra sviðinu. „Ég ætla aðeins að breyta til núna samt og taka alla fjölluna með. Ég hef alveg tekið konuna með áður en núna ætlum við að taka börnin og fá svona fjölskylduupplifunina af hátíð- inni.” Fjölskyldan auglýsti eftir gistingu í vinsælum hópi Eyja- manna á samfélagsmiðlinum Facebook og ekki leið á löngu þar til heimamenn voru búnir að opna heimili sín fyrir þeim. „Við erum bara mætt í eitthvað heimahús hjá einhverju fólki og okkur er boðið í kjötsúpu. Ég hef ekki hugmynd um hvaða lið þetta er.” Ætliði að vera yfir alla helgina? „Nei, því miður verðum við bara á föstudeginum. Ég er að spila þessi Hlakkar til að vera lukkutröllið í ár Með alla fjölskylduna á Þjóðhátíð Í kjötsúpu hjá ókunnugum SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR salka@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.