Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Page 26

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Page 26
lega ekkert annað í stöðunni en að halda Þjóðhátíð.“ Hann segir sér- stakan anda hafa verið á hátíðinni. „Það var mjög einbeittur vilji hjá fólki að hafa gaman í skugga alls þess sem gengið hafði á. Bátarn- ir sem voru á sjó komu í landi til að sjómenn gætu tekið þátt í hátíðinni. Það komu nokkrir ofan af landi til að mæta á hátíðina en þeir voru ekki margir.“ Birgir segir það líka hafa verið mikilvæg skilaboð útávið að lífið yrði aftur venjulegt í Vestmannaeyjum. „Það er auðvitað ómögulegt að fullyrða en ég held að þessi þjóðhátíð hafi skipt máli í því að halda þessari baráttu gangandi.“ Hafði meiri áhuga á brennunni Þjóðhátíð var aftur haldin á Breiðabakka í ágúst 1974 en þá með hefðbundnu þriggja daga sniði. Þórarinn, Friðbjörn Ólafur Valtýsson eða Bibbi eins og hann er oft kallaður kom að undirbún- ingi hátíðarinnar en faðir hans Valtýr Snæbjörnsson var formaður þjóðhátíðarnefndar Þórs á þessum tíma. „Það var svo mikill hugur í öllum og þessir frasar „Heima á ný“ og „Eyjar munu rísa“ ómuðu út um allt og menn óðu hér eld og brennistein fyrir samfélagið og það munaði ekkert um að henda upp einni Þjóðhátíð.“ Bibbi segir það hafa gert þessa hátíð sérstaka var sú staðreynd að verið var að halda upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og 100 ára afmæli Þjóðhátíðarinnar sem varð náttúrulega upphaflega til í kringum 1000 ára afmæli byggðar í landinu. „Það voru heiðursgestir á hátíðinni að því tilefni og þeir fluttu þeir ávörp forseti Íslands, herra Kristján Eldjárn og Birgir Ísleifur Gunnarsson borgarstjóri Reykjavíkur. Einnig bauð bæj- arstjórn Vestmannaeyja Richard Beck til hátíðarinnar hann var frægur Vestur-Íslendingur. Ég var alveg rólegur yfir þessum mönn- um öllum saman. Ég hafði meiri áhuga á brennunni, hún var mitt aðalverkefni á þessum tíma. Það var annars ótrúlegt hvað menn lögðu á sig að koma þessu upp en eljan og viljinn í Eyjum var bara svo mikill á þessum tíma,“ sagði Friðbjörn aðspurður um hátíðina 1974. Það vakti athygli blaða- manns að fram kemur í Fréttum (síðar Eyjafréttum) í aðdraganda hátíðarinnar að mikil eftirspurn sé eftir hvítum tjöldum þar sem margir hafi tapað sínum tjöldum undir hraun. Tjörn, bátur og danspallur í láni Árið 1975 var hátíðin aftur í höndum Týrara á Breiðabakka. „Þetta gekk náttúrulega allt út á það að gera betur en hinir,“ sagði Biggi Gauja aðspurður um hátíðina 1975. „Þá byggðum við stóran danspall úr timbri og þetta var ekkert flókið í þá daga. Við fengum bara allt timbrið lánað og skiluðum því aftur í timbur- söluna eftir hátíð, það var ekkert verið að flækja hlutina. Við fórum líka í það þetta ár að útbúa tjörn á miðju svæðinu og komum okkar gosbrunni fyrir þar. Það tók svolítinn tíma að græja það en einhvern veginn hafðist þetta. Mesta vesenið á okkur fyrir þessa hátíð var líklega báturinn sem við drösluðum á brennuna. Hann var dreginn frá Friðarhöfn inn í Klauf og þar var hann var sagaður í þrjá parta í fjörunni. Það þurfti margar hendur og stórar vélar til að koma þessu upp úr fjörunni og upp á brennustæðið.“ Brennustæðið á Breiðabakka var nálægt þeim stað þar sem nú má finna upplýs- ingaskilti um Surtsey. „Þetta var ógurleg vinna, bæði að koma bátnum í land og svo að saga hann og svo að koma honum upp úr fjörunni þetta tók marga daga. En þetta var allt í góðum gír,“ sagði Biggi og glotti. Vildum ekki missa niður hátíðina Veðrið var ekki að hjálpa til á þessari þjóðhátíð. „Það rigndi eins og andskotinn á þessari þjóðhátíð eins og öllum sem haldnar voru á Breiðabakka. Ingimar Eydal var með hljómsveit á sviði á laugar- dagskvöldi og þegar hann var búinn að hella þrisvar sinnum úr orgelinu þá var ballinu slúttað. Á sunnudag var farið með hátíðina inn í samkomuhúsið. Þá var allt rignt niður og ekkert vit í að halda áfram úti.“ Birgir segir þessar Breiðabakka- hátíðir ekki hafa verið mikla fjáröflun fyrir félögin. „Þær gáfu ekkert sérstaklega mikið í aðra hönd, það skipti máli að halda áfram, við vissum að við færum aftur inn í dal og vildum ekki missa niður hátíðina.“ 26 | | 3. ágúst 2023 Bjarni Ólafur Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Magnús Birgir Guðjónsson. Mynd; Addi í London Þétt setinn Breiðabakki. Mynd; Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.