Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Síða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Síða 31
3. ágúst 2023 | | 31 Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til? Þetta hefur gengið bara ágætlega, hafa komið kaflar þar sem við erum ekki sáttir með og kaflar sem við erum sáttir með og við erum meira en klárir í seinni hlutann af þessu móti. Það hafa verið mikið af óhappa meiðslum og fjórir á förum í háskólaboltann. Hvernig ætlið þið að tækla framhaldið? Ekkert öðru- vísi, við erum með mjög flottan hóp og það stíga þá bara aðrir upp fyrir þá sem eru að fara erlendis. Hvernig er stemmningin og mórallinn í hópnum? Stemningin er hrikalega góð, þetta er mjög þéttur hópur og allir klárir í að bakka hvorn annan upp. Þú hefur verið óheppinn með meiðsli, hvernig gengur endur- hæfingin? Já óheppinn eða ekki, undirlagið er ekki að gera neinum gott hérna en endurhæfingin gengur bara þokkalega, erum bara að stjórna álaginu og vona að það virki fyrir mig. Er liðið búið að setja sér mark- mið í næstu leikjum? Nei svo sem ekki, við erum ekki að horfa lengra en í næsta leik sem er erfitt verkefni gegn Víking á útivelli og eins og er erum við bara að horfa þangað. Hvernig er spennustigið fyrir Þjóðhátíðarleiknum í hópn- um? Það er bara gott, hrikalega skemmtilegt að spila leik hérna í Eyjum yfir Þjóðhátíð og þetta verður bara stuð og stemning. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? Já, ég fer ekki af eyjunni þá helgina. Eitthvað að lokum? Vill bara koma fram þakklæti til ykkar sem hafið mætt á leikina hjá okkur og staðið með okkur. Það hefur hrikalega mikla þýðingu og við hina sem hafa ekki verið að mæta þá væri gaman að sjá ykkur á vell- inum og taka þátt í þessari baráttu með okkur. Áfram ÍBV Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til? Ég er dálítið svekkt með árangur okkar það sem af er tímabilinu en við trúum samt að við getum fengið eitthvað út úr leikjunum sem við eigum eftir. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar og hvernig er boltinn hér sam- anborið við fyrri staði? Ég elska eyjuna og hversu náið samfélagið er. Það er mjög góð og huggandi tilfinning fyrir mig, svona langt að heiman því það eru kunnuleg andlit allt í kringum mig. Ég var að spila háskólafótbolta í Utah og Boston áður en ég kom til Íslands. Íslenskur fótbolti er ekki ósvipað- ur því sem ég er vön. Leikstíllinn er svolítið öðruvísi en hann er auðvitað háður liðinu. Stærsti munurinn á háskólareynslu minni og reynslu minni á Íslandi myndi ég segja vera umhverfið og að- staðan, því Ísland er augljóslega minna land. Hvernig er mórallinn og stemmn- ingin í hópnum? Slæm úrslit hafa áhrif á okkur en við erum staðráðnar í að halda saman og fá sem mest út úr tímabilinu. Hefur liðið sett sér markmið fyrir næstu leiki? Engin sérstök markmið, en hins vegar vitum við að í okkar stöðu skiptir hvert stig máli og við förum inn í hvern leik vitandi það. Ætlar þú á Þjóðhátíð? Já, ég ætla á Þjóðhátíð. Hefur þú farið á Þjóðhátíð áður og hvað stendur upp úr? Já, ég fór í fyrra. Mér finnst skemmtilegt hversu miklu máli þjóðhátíð skipt- ir fyrir alla á Íslandi. Ég hef aldrei upplifað aðra eins hátíð áður en ég kom til Íslands, svo mér finnst þetta allt mjög einstakt. Ég elska þegar allir sitja í brekkunni og syngja saman. F Y R I R L I Ð A R Í B V Í F Ó T B O L T A N U M T E K N I R T A L I DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði karlaliðs ÍBV: Þakklátur þeim sem mæta á völlinn Haley Thomas fyrirliði kvennaliðs ÍBV: Hvert stig skiptir máli

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.