Úrval - 01.06.1963, Síða 122
130
trúðu ekki að því væri lokið, eða
blygðuðust sín að koma herim
sigraðir, eða þorðu ekki að gefa
sig sigurvegurunum á vald.
Tveir slikir strandarglópar
voru handteknir á Guam í maí
1900, en þá höfðu þeir ekki hug-
mynd um að striðinu væri lokið
og neituðu algerlega að trúa því.
Fáir Japanir myndu veðja mn
það, að þessir tveir væru síðustu
eftirlegukindurnar. Á Kyrrahafs-
eyjunum er margra milljóna fer-
mílna strjálbýlt og tofrært lands-
svæði og ef mannkynið afvega-
leiðist nógu mikið á næstu tveim-
ur öldum til þess að hefja þriðju
lieimsstyrjöld, þá koma áreiðan-
lega í leitirnar einhverjir þráir
og jjrjóskufullir Japanir, sem
halda að þeirri annarri sé enn
ekki lokið.
Af þessum strandaglópum,
sem aftur hafa komizt heim til
Japan, hefur auðvitað enginn
komizt nálægt því að hnekkja
meti Robinson Crusoes sem
dvaldi tuttugu og átta ár á eyði-
eyju.
En annar þeirra tveggja, sem
dvaldi sextán útlegðarár á Guam,
Masashi Ito — sagði: „Ef það
liefðu ekki verið hermenn og inn-
fæddir menn á hælum mér allan
tímann þá hefðu þessi sextán ár
liðið auðveldlega. En ég varð
alltaf að horfast i augu við þann
möguleika að verða skotinn, svo
ÚR VAL
að ég held að líf mitt hafi verið
erfiðara en Crusoes.“
Nær undantekningarlaust höfðu
ættingjar þessarra strandaglópa
talið þá löngu dána og flestir
höfðu hlotið greftrun sem stríðs-
hetjum sæmdi. Einn þeirra, sem
tekinn var höndum á Filipps-
eyjum í október 1956, hefur hald-
ið saman úrklippum, sem fjalla
um ævintýri hans og afleiðingar.
Fyrsta myndin í þessu safni er
af honum sjálfum, þar sem hann
krýpur og biðst fyrir við sína
eigin gröf.
Annar, Muiaqawa, sem var
bjargað frá ævilangri vist í frum-
skóginum, gafst ekki upp fyrr en
eftir harða baráttu, þar sem hann
reyndi að drepa björgunarmenn
sína.
Mörgum japönskum hermönn-
um var sagt, áður en lagt var til
orrustu, að ekki væri um neina
heiðarlega uppgjöf að ræða utan
þá, sem skráð væri í Bushido —
lögbókinni — sigur eða dauði.
Andspænis endanlegum ósigri
var ætlazt til iþess að japanskur
hermaður fremdi sjálfsmorð, án
tillits til þess hvaða aðferð hann
veldi til þess.
Þetta útskýrir hversvegna svo
margir japanskir hermenn voru
svo tregir til að hverfa heim aft-
ur að stríði loknu.
En að sjálfsögðu liafði Japan
breytzt og margir af þessum