Úrval - 01.06.1963, Page 137
BARDAGl NASSERS . .
145
berst fólkið fyrir lífi sinu á
aðeins tæpum þrem prósentum
af öllu landflæmi Egyptalands.
Óvíða er eins þéttbýlt í víðri
veröld.
Egyptum fjölgar nú einu og
hálfu sinni örar en mannkyninu
i heild, og virðist sizt vera að
draga úr. Eftir tíu ár munu átta
eða níu milijónir hafa bætzt í
hópinn. Það verður að reyna að
stemma stigu við þessari gífur-
iegu offjölgun, og það er allt
annað en auðvelt verk.
Liðsforingjarnir, sem undir
forystu Gamal Abdel Nassers
kollvörpuðu hinni gjörspilltu
og úrkynjuðu stjórn Farouks
konungs, unnu qð því að skapa
Egyptum fjárhagslega og stjórn-
málalega „virðingu“ og sjá öll-
um Egyptum fyrir mettum maga.
Suezskurður var þjóðnýttur,
síðan bankarnir, allar innflutn-
ingsvörur og iðnaðurinn að
mestu. Landareignir stórbænd-
anna voru skornar niður í 100
ekrur. Þannig fengust margar
þúsundir ekra. í mest þótti samt
ráðizt, þegar farið var að byggja
hina miklu Aswan-stíflu, sem
er næstum bókstaflega stífla
gegn hinu sívaxandi mannflóði.
Rússar veittu Egyptum mikinn
fjárhagslegan stuðning við hygg-
ingu stiflunnar, og um 500
sovézkir tæknifræðingar standa
að gerð hennar. Stíflan er um
700 km sunnan við Cairo og
mun skapa, þegar hún er full-
gerð, stærsta manngerða stöðu-
vatn heims. Þarna verður hægt
að geyma geýsimikið vatnsmagn
úr Níl, jjannig að aldrei verði
veruleg hætta á þurrki. Áætlað
er að stíflan gefi Egyptum sex
sinnum meira rafmagn en þeir
njóta nú og bæti auk þess tveim-
ur milljónum ekra við þær sex,
sem nú eru nýttar.
Ýmislegt annað hefur Nasser
á prjónunum. Með tæknilegri og
fjárhagslegri aðstoð Bandarikj-
anna hafa um 6000 fjölskyldur
setzt að í átta nýjum þorpum á
landssvæði, jaar sem áður var
stöðuvatn, eða i Abis nálægt
Alexandriu. Egypskir verkfræð-
ingar vinna nú að þvi að bora
fyrir vatni inni i landinu, i
þeirri von að „endurlífga“ hérað,
sem nú er nefnt „Nýi dalur“,
en þar munu hafa lifað um átla
milljónir manna árið 1800 f. Kr.
Önnur stífla, sem reisa verður,
ef Egyptaland á ekki að drukkna
í eigin fólksflóði, er iðnvæðing.
Þegar má sjá framfarir á þessu
sviði. Iðnframleiðsla hefur tvö-
faldazt frá byltingunni, og í
fyrsta sinn í sögu Egyptalands
er hún meiri en landbúnaðar-
framleiðslan.
Nasser veit, að „þar til tekizt
hefur að skapa fastan iðnaðar-