Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 9
IIIÐ EILÍFA BERGMÁL RACHS
7
vild. Þessi staðreynd liefur gert
ýmislegt mögulegt, sem var ófram-
kvæmanlegt eSa a.m.k. óhagkvæmt
á sviði hljómleikahallanna. ÁSur
gafst fólki sjaldan færi á að heyra
„konserta“ Bachs. Þeir kröfðust of
fjölbreytilegs einleiks fyrir Carn-
egie Hall og höfðu ekki nægilegt
auglýsingagildi fyrir frægu nöfnin.
Það var t.d. aðeins hægt að telja
hina óeigingjörnustu meðal fiðlu-
leikaranna á að deila „sviðsljósinu"
með öðrum fræguin starfsfélögum
sínum við flutning „Konserts i D-
moll fyrir tvær fiðlur“. Heifetz lék
verk þetta eitt sinn inn á plötu
„á móti sjálfum sér“ af segulbandi.
Ekki var hægt að fá hæfa tón-
listarmenn til þess að flytja „trio-
sónötur“ Bachs, fyrr en grammó-
fónplöturnar koniu til sögunnar og
gerðu það þess virði að reyna slíkt.
Harpsichordtónlist Bachs var sam-
in með heimilið fyrir augum.
Hljómar harpsichordsins bárust oft
alls ekki aftur á öftustu bekki
hljómleikahallanna. Fullkominn
tónburður stereotækninnar hefur
að nýju skipað tónlist þessari þann
sess, sem henni ber. Rafeindatækn-
in og velmegunin hefur nú gert
fólki í velmegunarlöndunum fært
að eignast sinar „chaconnur" og
„ricercare“, sem það getur brugðið
á grammofóninn, þegar það hefur
löngun til.
Afburðamönnum tónlistarheims
20. aldarinnar finnst enn sem Bach
hafi séð fyrir hugmyndir þær, sem
myndu ryðja sér til rúms síðar
meir á sviði tónlistarinnar. Þessu
áliti sinu til sönnunar útsetti Ant-
ton Webern eitt sinn Bachfúgu fyrir
hljómsveit, þannig að hún hljóm-
aði algerlega sem nútímatónlist.
Hann lagði áherzlu á liina ómstríðu
hljóma án þess að hreyfa við hin-
um upphaflegu laglínum. Stravinsky
hefur sótt ýmislegt til „hinna dá-
samlegu snöggu umskipta, hinna
skyndilegu tóntegundabreytinga
„hinna óvæntu samhljómabreyt-
inga, hinna óvæntu „cadcnca“,
sem eru unaður hverrar Bachkant-
ötu.“
Fyrir Hindermith og Bartok,
Villa-Lobos, de Falla og Prokofiev
er Bach kjarni tónlistarinnar. Og
nú er vaxandi fjöldi jazztónlistar-
manna að ná tökum á Bach, svo
sem þeir Brubeck, Jacques og Lous-
sier, Swingle Singers og hin ný-
stofnaða Baroque Jazz hljómsveit
(barokjazz).
Þykkni risavaxinna kastaníutrjáa
vakti eitt sinn athygli Emmanuels
Chabriers, er hann var á ferðalagi
uppi i sveit. Hann segir svo um
áhrifin, er þessi sýn hafði á hann:
„Ég stóð þarna og starði á þessi
öldnu, virðulegu tré, sem eiga enn
svo sterkar rætur og frjóan safa,
að þau cru fær um að geta af sér
ný kastaniutré. Þau minna mig á
hinn aldna föður, Bach sjálfan, sem
enn getur af sér nýjar kynslóðir
tónlistarmanna og mun halda því
áfram að eilifu.“