Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 28
Ilm
matareitranir
Eftir Arinbjörn Kolbcinsson lækni.
ATAREÍTRUN er sjúk-
leiki, sem allir kann-
ast við, en enginn
þekkir til hlítar. Marg-
ir hafa kynnzt honum
af eigin raun, en allir af afspurn,
annaðhvort lesiS um hann i dag-
biöSum, í fræðibókum eSa jafn-
vel í skáldsögum. Lýsingar og frá-
sagnir eru oft mótsagnakenndar og
jafnvel fræðiritum ber ekki sam-
an í öllum atriðum. ÞaS er eSli-
legt að ýmsar spurningar vakni,
eins og t. d. hvaS er matareitrun?
af hverju orsakast matareitranir?
Hvað getur einstaklingurinn gert
tii þess að forðast þær? HvaS get-
ur þjóðfélagið gert til þess að koma
i veg fyrir þær? Hversu hættulegar
eru þæf? Og. livað er hægt að gera
til þess að lækna þá, sem veikjast?
Matareitrun er venjulega skýr-
greind sem sjúkdómsástand er staf-
20
ar af neyzlu skemmdrar og eitr-
aðrar fæðu og er þá algengast að
sjúkdómseinkenni séu aðallega frá
meltingarfærunum og komi
skömmu eftir að fæðunnar hefur
verið neytt. Matareitrunum er oft
skipt í tvo flokka: Matareitranir,
sem stafa af eitruðum efnasam-
böndum, sem geta verið einföld
ólifræn efni, eitraðar plöntur, eitr-
uð dýr, eða sérstök eiturefni, sem
sýklar mynda. Hinn flokkur matar-
eitrana er í rauninni matarsýkingar
og stafar beinlínis af því, að lif-
andi bakteríur eru í matnum og
valda sýkingu í þörmum, sem
seinna getur breiðzt út um likam-
ann. Algengustu orsakir matareitr-
ana eru eiturefni sýkla, en eitranir
af völdum ólífrænna efnasambanda
eru hins vegar sjaldgæfar. Stafar
þetta af þvi, að slík sambönd eru
yfirleitt svo vel þekkt, aS unnt er
að forðast að þau komist í mat
nema þegar sérstök mistök henda.
Mörg þessara sambanda eru bragð-
vond og verður maturinn þvi ó-
hæfur til neyziu af þeim sökum.
Matur getur spillzt á margan hátt
án þess að verSa beinlínis eitrað-
ur, t. d. af rotnun, sem oft á sér
stað án þess að eiturefni myndist.
Meira að segja er rotnun, að vissu
marki, notuð við ýmiskonar mat-
vælafrainleiSslu, má þar nefna
verkun á signum fiski, harðfiski,
osti, súrkáli, þurrkuðu kjöti og
öðru kjöti, sem látið er hanga og'
meyrna, t. d. fuglakjöti. Rotnandi
matvæli eru að sjálfsögðu stundum
skaðleg til neyzlu, og jafnvel hættu-
lega eitruð, einnig getur matur,
sem er vel útlítandi og eSlilegur á
Heilbrigt líf