Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 31
UM MATAREITRANIR
29
1 gr. af efninu geti orSiS allt aS
1,5 inillj. manna aS bana. Efni
þetta hefur verið taliS nieSal þeirra,
sem hætta er á aS notaS verði i
hernaði, enda hefur ríkt leynd yfir
ýmsum þeim rannsóknum, sem
gerðar hafa verið á bótúlinuseitri
um alllangt árabil. Bótúlínuseitran-
ir hjá mönnum stafa yfirleitt af
Amitrinu, en stundum af B- eða E-
eitrinu Bótúlínusbakteríur, sem
mynda eiturefni E hafa helzt fund-
izt í fiski og hafa þær sérstöðu að
því leyti, að geta myndað toxin viS
3,3 °C, að vísu tekur slílc eiturmynd-
un langan tíma, 6—8 vikur. Ekki er
vitað til þess, að þessi tegund af
sýklum hafi fundizt í fiski hér við
land, en mál þetta mun ekki hafa
verið rannsakaS til lilítar. Sýnt
hefur verið fram á, aS eiturefni af
tegund C veldur stundum eitrun-
um hjá öndum, minkum, og' öðrum
dýrum. Erlendis hafa veiðimenn
tekiS eftir því, aS óeSlileg'a spakar
villiendur eru stundum undir á-
hrifum þessa eiturs, og geta þær
verið varhugaverðar til neyzlu fyr-
ir menn. Bótúlismus er mjög sjald-
gæf matareitrun, en liefur þó kom-
ið fyrir liér á landi. í Bandaríkjun-
um liafa, á þessari öld, veriS að
meðaltali 10 tilfelli á ári af þessari
eitrun, og flestöll i sambandi viS
matvæli, er soðin hafa verið niður
í heimahúsum, einkum grænmeti
og garðávexti. Lýst hefur verið
eitrunum af þessu tagi frá saltsíld,
söltuðum laxi, reyktri og þurrkaðri
síld, en slík tilfelli eru mjög sjald-
gæf og hafa aldrei komið fyrir hér
á landi. Það er eftirtektarvert, að
sjálf bótúlínusbakterían og gró
hennar eru óskaðleg, þótt þau séu
i matvælum, ef ekki eru skilyrði
til myndunar eiturefna. Eins og
áður getur, er hér um að ræða jarð-
vegsbakteríu. Bakterían og' gró
hennar lcomast oft i grænmeti og
ávexti, annaðhvort með jarðvegin-
um sjálfum eða berast þangað með
ryki. Slíkt er með öllu óskaðlegt,
en séu ávextir þessir eða grænmeti
soðið niSur á ófullnægjandi hátt og
geymt við stofuhita, getur verið
hætta á ferðum. Sjúkdómseinkenni
koma mjög mismunandi fljótt, allt
eftir því hve stór skammtur ef
eitri hefur verið í matnum. Stund-
um geta einkennin komið fram
nokkrum klukkustundum eftir mál-
tíð, en oft ekki fyrr en einum til
tveimur dögum seinna og stundum
allt upp í viku síðar og jafnvel þau
tilfelli, sem koma svo seint fram,
geta verið banvæn. Ólíkt öðrum
matareitrunum, þá eru einkennin
oft ekki fyrst frá meltingarfærum,
heldur frá taugakerfinu. Þau lýsa
sér á þann hátt, að sjón sjúkling's-
ins verður óskýr, hann fer að sjá
tvöfalt, á i erfiðlcikum með að
renna niður, málfar verður óskýrt
og öndunarörðugleikar gera vart
við sig. Öndunarlömunin er venju
lega það, sem leiðir sjúklinginn til
dauða. Ógleði og uppköst geta einn-
ig fylgt, en talið er að þau séu
vegna þess að fleiri eiturtegundir
eru með í matnum. Bótúlinuseitr-
ið verkar á taugakerfið, nánar til
tekið á enda hreyfitauganna. Lækn-
ing á bótúlínuseitrun er erfið og
árangur ekki góður, enda þótt mót-
eitur séu til, er i fáum tilfellum
hægt að nota það með nokkrum ár-