Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 47
Hvernig varð taflið til?
Eftir LIONEL KOCHAN.
vað er saga skákíþrótt-
arinnar? Saga íþróttar-
innar sjálfrar, af
breytilegum reglum
hennar? Eða um þróun
stílsins, frá klassík til rómantíkur
og allt til þess sem er nýjast af nál-
inni? Eða um landafræðilega út-
breiðslu íþróttarinnar? Eða um fer-
il meistaranna, sem hafa drottnað
í henni frá kynslóð til kynslóðar?
Eða um listræna þróun á smíði tafl-
mannanna með tilliti til áhrifa af
hálfu trúarbragða, stjórnmála og
hagfræði? Saga skákíþróttarinnar
er allt þetta. En framar öllu öðru
er hún saga baráttu. Því slær Ema-
nuel Lasker (heimsmeistari 1894—
1921) föstu: „Skák er bardagi, þar
sem hafa verður í huga hverja stað-
reynd, og þekking á kostum og löst-
um andstæðingsins skiptir höfuð-
máli.“
Hvernig, hvar og hvenær hófst
þá þessi barátta? Það vantar ekki
að hugmyndaflug manna hafi séð
þeim fyrir mörgum stórkostlegum
svörum við þeirri spurningu. Sem,
sonur gamla Nóa og sagður forfað-
ir Semíta hefur verið kallaður höf-
undur skáktaflsins, svo og Salómon
konungur, Aristóteles og Odysseif-
Sem, sonur Gamla Nóa, hefur vervð kallaður
faðir taflsins, svo og Salomon lconungur,
Aristóteles og Odysseifur. En sannleikurinn
um uppruna hinnar göfugu íþróttar er ekki
eins einfaldur og margir hafa álitið.
ur. Sannleikurinn er áreiðanlega
ekki svo einfaldur og hvergi nærri
eins rómantískur. Elzta ritaða heim-
ild um skáktafl er persnesk og frá
því um 600 eftir Krist. En ýmislegt
annað bendir til að íþróttin hafi
verið stunduð í norðvesturhluta
Indlands tveimur öldum fyrr. Eftir
að Múhameðstrúarmenn höfðu lagt
það land undir sig, bjuggu rithöf-
undar þeirra til litríka þjóðsögu um
uppruna taflsins. Hitt er engin þjóð-
saga að þegar á fyrstu tíð hafði
íþróttin tekið á sig þau „bardaga-
einkenni“, sem síðan hafa fylgt
henni. Þarna austur frá var hún
kölluð chaturanga, en það merkir
her settan saman úr ferns konar
liðskosti, fílum (kristnir menn settu
síðar biskupa á borðið í staðinn fyr-
ir þessar risaskepnur), riddurum,
stríðsvögnum (hrókum) og fót-
gönguliði (peðum). í þessu stigi
virðast tvö afbrigði íþróttarinnar
hafa verið þekkt, tveggja og fjög-
urra manna. Hið fyrrnefnda var
nauðalíkt íþróttinni eins og hún er
nú, var leikið á borði með sextíu
og fjórum ferningum og tefldi hvor
skákmanna fram átta fótgöngulið-
um, tveimur hestliðum, tveimur
stríðsvögnum, tveimur fílum, kon-
44
45