Úrval - 01.04.1969, Síða 65
BROSTNAR FRAMAVONIR
63
önnur lönd, og þá einkanlega svo-
kölluð velferðarríki hér á Vestur-
löndum, eiga við sama vandamál
að glíma. Það var þess vegna ekki
eingöngu með hag Ameríku í huga,
sem háskólinn í Michigan hóf rann-
sókn í þessum efnum fyrir nokkr-
um árum. Rannsóknin var sumpart
lík hinni frægu rannsókn Kinseys
á kynlífi Bandaríkjamanna og áhrif-
um þess á líf þeirra.
í þrjú ár var safnað samtölum
við 2500 fullorðna menn og konur
um andlega heilbrigði þeirra, sál-
ræna erfiðleika og fleira í þeim
dúr. Þeir sem rætt var við voru
valdir eftir venjulegum aðferðum,
þegar rannsóknir af þessu tagi eru
gerðar. Takmarkið var að fá menn
úr sem flestum stéttum, þannig að
út kæmi sem réttust mynd af
bandarísku þjóðfélagi. Niðurstöð-
urnar urðu mjög athyglisverðar og
vöktu marga til umhugsunar.
Það hefur lengi verið vitað, að
nútímamaðurinn á ekki auðvelt
með að varðveita innra jafnvægi
sitt í hinu tækniþróaða þjóðfélagi.
Vaxandi notkun á taugameðölum
og langir biðlistar hjá taugalækn-
um tala sínu máli. Samt kemur það
á óvart, að næstum fjórði hver
Bandaríkjamaður hefur að minnsta
kosti einu sinni á ævinni fengið
taugaáfall eða líkamlegan sjúkdóm,
sem stafaði af sálrænum orsökum.
Ameríkanar eru hvattir til að
leita til sérfræðinga, ef þeir eiga
við vandamál að stríða, sem þeim
er um megn að leysa, og gera það
óspart. Næstum helmingur fullorð-
inna Bandaríkjamanna hafa minnst
einu sinni á ævinni haft ástæðu til
að leita sér hjálpar hjá taugalækni,
sálfræðingi, presti, hjónabands-
fræðslustofnun eða einhverju þess
háttar.
Rannsóknin leiddi þó í ljós nokkr-
ar aðrar orsakir þessara vandræða
en almennt var álitið. Því er oft
haldið fram, að öryggisleysi okkar
tíma, ótti við atómsprengju og nýja
heimsstyrjöld, raski innri ró fólks.
En þannig er þessu ekki varið.
Astandið í heimsmálunum hefur
miklu minni áhrif á fólk en einka-
líf þess. Það sem veldur vandræð-
um er beinlínis ótti við að geta ekki
staðið við skuldbindingar á sviði
fjármála, ótti við uppsögn atvinnu
og atvinnuleysi, hin harða og mis-
kunnarlausa samkeppni og síðast en
ekki sízt þunglyndi vegna brostinna
framavona. Það er takmark í lífs-
skoðun Bandaríkjamanna að kom-
ast áfram í lífinu eins og það er
kallað, sérstaklega á sviði fjármála,
en aðeins mjög fáum tekst það í
rauninni, eins og gefur að skilja.
Þegar þessi staðreynd rennur upp
fyrir fólki, fyllist það þunglyndi og
vonbrigðum, sem oft leiðir til tauga-
áfalls.
Það er athyglisvert, að þetta er
einnig alvarlegt vandamál hjá
kvenfólkinu. Sú skoðun, að von-
brigði á sviði kynlífsins sé megin-
orsök óhamingju og taugaveiklunar
hjá kvenfólki, fær ekki staðizt sam-
kvæmt þessari rannsókn. Fyrst og
fremst er orsökin sár vonbrigði
vegna brostinna framavona eigin-
mannsins. f byrjun hjónabandsins
eru þær fullar af ást og trú á eigin-
manninum og sannfærðar um, að
hann muni komast hátt í metorða-