Úrval - 01.04.1969, Side 85
ENGILLINN FRÁ SAN FRANSISCO
83
Hidy talaði um Martinana tvo:
Annar var blökkumaður, sem nálg-
aðist það að vera helgur maður í
lifanda lífi, hinn hvítur maður, sem
allir viðurkenndu, að verið hafi
„góður maður“; þetta hafi verið
menn, sem þjóðfélagið mátti sízt
við að missa. Um ekkjuna lét prest-
urinn þessi orð falla: „Við getum
aldrei vitað, hvaða áhrif orð Dixie
Whitted hafa haft á hugi fólksins
við flóann okkar. En vel getur
hugsazt, að borgin okkar eigi þess-
ari hæglátu konu miklu meira að
þakka en okkur óraði fyrir.“
í lok athafnarinnar var líkkistan
borin út úr kirkjunni af sex lík-
mönnum, sem verið höfðu vinir
Martins og samstarfsmenn, þrír
hvítir og þrír svartir.
Ég innti Dixie Whitted eftir,
hvort ég mætti blaða í fjölskyldu-
albúminu. Á fyrstu opnunni var
mynd frá brúðkaupsdegi þeirra
Dixie og Martins, þau stóðu fyrir
framan St. Marks-kirkjuna og sá-
ust tvær manneskjur aðrar, og var
önnur þeirra blökkumaður.
„Þetta er Given Llewelly og
hennar maður,“ útskýrði Dixie.
„Ég kynntist henni í bankanum,
þar sem ég stundaði fyrstu vinn-
una í San Franeisco."
„Hvers vegna buðuð þér þeim til
brúðkaupsins?" spurði ég.
Hún virtist undrandi. „Nú, hún
er einn af beztu vinum mínum.“
„Hittuð þið hjónin þau stundum
út á við?“
„Já,“ svaraði hún og var enn
undrandi á þessum spurningum
mínum.
„Dixie, eruð þér í nokkrum fé-
lagsskap, þar sem hvítir og svartir
hafa sömu aðstöðu?"
„Nei.“ Það var ekki laust við af-
sökunarhreim í röddinni. „Ég læt
mér nægja að vera heima og ann-
ast um börnin."
„Ræðið þið Given vinkona þín
stundum um kynþáttavandamálið?"
„Nei, ekki mikið.“ Dixie setti í
brýnnar og varð hugsi. „Kannske
stafar það af því, að við þekkjum
hugsunarhátt hvor annarrar svo vel.
Og þá vill það gleymast, að við er-
um ekki eins á litinn."
Að lokum þóttist ég hafa skilið
hugsanagang Dixie Whitted. StyTk-
leiki hennar stafaði frá hreinleika
hugans og elsku til alls, sem lífs-
anda dregur.
Við tókum ekki eftir, að Kelly
litla, sú fimm ára, var komin inn í
eldhúsið og farin að skoða albúmið,
fyrr en hún gall við skærri röddu:
„Þetta er pabbi!“ Hún benti jafn-
framt á mynd af Martin, þar sem
hann sat á bekk með dæturnar á
handleggnum.
Dixie faðmaði dóttur sína að sér.
Rétt á eftir kvaddi ég.
Að kvöldi þessa dags, þegar ég
blaðaði í því, sem ég hafði ritað
niður, meðan á samtalinu við Dixie
stóð, tók ég eftir, að ég hafði óvart
tekið með mér eitt af sendibréfun-
um, sem Dixie hafði borizt, — það
frá fangelsinu. Undirskriftin var
„Negri“ og hljóðaði svo: „Ég stend
í þakkarskuld við yður. Við höfum
aldrei kynnzt, en skoðanir yðar á
vinsamlegum samskiptum allra
manna hafa veitt mér aukið þrek
til að líta jákvætt á mennina."