Úrval - 01.04.1969, Side 85

Úrval - 01.04.1969, Side 85
ENGILLINN FRÁ SAN FRANSISCO 83 Hidy talaði um Martinana tvo: Annar var blökkumaður, sem nálg- aðist það að vera helgur maður í lifanda lífi, hinn hvítur maður, sem allir viðurkenndu, að verið hafi „góður maður“; þetta hafi verið menn, sem þjóðfélagið mátti sízt við að missa. Um ekkjuna lét prest- urinn þessi orð falla: „Við getum aldrei vitað, hvaða áhrif orð Dixie Whitted hafa haft á hugi fólksins við flóann okkar. En vel getur hugsazt, að borgin okkar eigi þess- ari hæglátu konu miklu meira að þakka en okkur óraði fyrir.“ í lok athafnarinnar var líkkistan borin út úr kirkjunni af sex lík- mönnum, sem verið höfðu vinir Martins og samstarfsmenn, þrír hvítir og þrír svartir. Ég innti Dixie Whitted eftir, hvort ég mætti blaða í fjölskyldu- albúminu. Á fyrstu opnunni var mynd frá brúðkaupsdegi þeirra Dixie og Martins, þau stóðu fyrir framan St. Marks-kirkjuna og sá- ust tvær manneskjur aðrar, og var önnur þeirra blökkumaður. „Þetta er Given Llewelly og hennar maður,“ útskýrði Dixie. „Ég kynntist henni í bankanum, þar sem ég stundaði fyrstu vinn- una í San Franeisco." „Hvers vegna buðuð þér þeim til brúðkaupsins?" spurði ég. Hún virtist undrandi. „Nú, hún er einn af beztu vinum mínum.“ „Hittuð þið hjónin þau stundum út á við?“ „Já,“ svaraði hún og var enn undrandi á þessum spurningum mínum. „Dixie, eruð þér í nokkrum fé- lagsskap, þar sem hvítir og svartir hafa sömu aðstöðu?" „Nei.“ Það var ekki laust við af- sökunarhreim í röddinni. „Ég læt mér nægja að vera heima og ann- ast um börnin." „Ræðið þið Given vinkona þín stundum um kynþáttavandamálið?" „Nei, ekki mikið.“ Dixie setti í brýnnar og varð hugsi. „Kannske stafar það af því, að við þekkjum hugsunarhátt hvor annarrar svo vel. Og þá vill það gleymast, að við er- um ekki eins á litinn." Að lokum þóttist ég hafa skilið hugsanagang Dixie Whitted. StyTk- leiki hennar stafaði frá hreinleika hugans og elsku til alls, sem lífs- anda dregur. Við tókum ekki eftir, að Kelly litla, sú fimm ára, var komin inn í eldhúsið og farin að skoða albúmið, fyrr en hún gall við skærri röddu: „Þetta er pabbi!“ Hún benti jafn- framt á mynd af Martin, þar sem hann sat á bekk með dæturnar á handleggnum. Dixie faðmaði dóttur sína að sér. Rétt á eftir kvaddi ég. Að kvöldi þessa dags, þegar ég blaðaði í því, sem ég hafði ritað niður, meðan á samtalinu við Dixie stóð, tók ég eftir, að ég hafði óvart tekið með mér eitt af sendibréfun- um, sem Dixie hafði borizt, — það frá fangelsinu. Undirskriftin var „Negri“ og hljóðaði svo: „Ég stend í þakkarskuld við yður. Við höfum aldrei kynnzt, en skoðanir yðar á vinsamlegum samskiptum allra manna hafa veitt mér aukið þrek til að líta jákvætt á mennina."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.