Úrval - 01.04.1969, Side 123
ÉG LÉT SON MINN DEYJA
121
að allt líf komi frá guði og hverfi
þangað aftur. Og skylda okkar er
að varðveita þetta líf eftir beztu
getu. Ef við höfum þá stefnu að
viðhalda hverju einstöku lífi í
lengstu lög, hvernig sem kringum-
stæður eru, þá erum við á villigöt-
um.
Sumt fólk er á þeirri skoðun, að
endrum og eins láti guð vanþroska
barn fæðast til að prófa og treysta
trú okkar. Ég get ekki trúað, að
þessu sé þannig farið. Þegar í heim-
inn kemur barn, sem er algerlega
varnað þess að taka þátt í lífinu,
sem kringum það hrærist, þá hygg
ég, að fyrst og fremst verði að líta
í barm fjölskyldunnar, sem barnið
tilheyrir.
Auðvitað er vandamál þetta ekki
einvörðungu tengt börnum. Ég man,
að ég stóð einu sinni við sjúkra-
sæng gamals manns. Hann lá fyrir
dauðanum og sjúkdómurinn var
þjáningarfullt krabbamein. Lækn-
arnir gerðu allt, sem í þeirra valdi
stóð til að viðhalda lífi hans. Sem
ég horfði niður á sjúklinginn hálf-
meðvitundarlausan, lauk hann upp
augunum og sagði hvíslandi röddu:
„Hvað lengi ætlið þér að leyfa að
haldið sé svona áfram?“ Hann var
reiðubúinn að deyja, en enginn vildi
leyfa honum það.
Af sjónarhóli laganna hafði
hvorki ég né læknirinn gert okk-
ar bezta til að viðhalda lífi Edwards
sonar míns. Hægt hefði verið að
kæra okkur fyrir það, en samt var
ekkert gert eða sagt í þá átt. Ör-
lagaríkar ákvarðanir sem þessar
eru teknar á degi hverjum. Ég held,
að ekki sé hægt að skoða alla þá
menn lögbrjóta, sem hafa sínar
skoðanir á þessum málum.
Þetta er ástæðan til, að ég segi
þessa sögu. Ég held, að tími sé til
kominn að horfast í augu við sann-
leikann. Læknisfræðin hefur tekið
það miklum framförum, að við
verðum að eignast ný lög, sem
hjálpi okkur til að meta á örlaga-
stundu, hvort rétthærra sé líf eða
dauði.
Á langri æfi hef ég talað við
margan lækninn, sem hefur tjáð
mér, að þeir hafi oft þurft að taka
þessa ákvörðun um líf eða dauða
einir og án nokkurs styrks frá öðr-
um.
Þótt ég hafi lítið vit á lögfræði
eða stjórnmálum, leyfi ég mér að,
vona, að löggjafinn eigi fljótlega
eftir að láta sér skiljast, að ekki er
skynsamlegt að framlengja til
lengdar líf sjúklings, sem vonlaust
er um að geti gert sér grein fyrir
umhverfi sínu. En ég skal viður-
kenna, að erfitt getur verið að setja
h'n réttu takmörk þarna.
Ég vildi óska þess, að Edward
sonur minn hefði verið heilbrigt
barn, það barn sem við þráðum.
Fjölskyldan hefur stækkað, og nú
eigum við sex börn, en Edward lif-
ir enn í hjörtum okkar. Það átti
ekki fyrir honum að liggja að lifa
lífi, sem bauð ekki upp á annað en
myrkur og tómleika, en það kalla
ég ekkert líf. Ég get þakkað guði
fyrir ákvörðun mína.