Úrval - 01.06.1970, Side 74

Úrval - 01.06.1970, Side 74
72 ÚRVAL hvers vegna menn ættu að fara eftir þeim. Honum hefði aldrei tekizt þetta, ef hann hefði ekki kynnzt Sókratesi, spámanni rökfræðinnar, boðbera heilbrigðrar skynsemi. Þegar fund- um þeirra bar saman, var Plató um tvítugt og orðinn talsvert þekktur sem skáld, en það urðu þáttaskil í lífi hans, þegar hann hafði rætt nokkrum sinnum við Sókrates um hve gífurlega þýðingu það hefði að hugsa rökrétt og að nota orð, sem hefðu skýra merkingu. Plató lét það verða sitt fyrsta verk að eyðileggja kvæði sín. Plató var nemandi og vinur Sókratesar þar til spekingurinn dó. Hann var einn þeirra ungu manna, sem oftast kom á viðræðufundina með Sókratesi, til þess að rökræða um einhverja mikilsverða hugmynd. Vináttan við Sókrates hafði mikil áhrif á ritverk Platós, og hann samdi næstum öll verk sín í viðræðuformi, þar sem persóna Sókratesar fór með aðalhlutverkið. Sókrates hafði sjálfur glímt við það vandamál, hvað væri „dyggð“, og hann hafði velt því fyrir sér, hvers vegna menn ættu að vera góð- ir. Og hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að manngæzkan væri ekkert annað en uppfrædd og vand- lega ályktuð hegðun. Ef maður ætti um tvennt að velja, og gerþekkti allar aðstæður, mundi hann áreið- anlega velja hið rétta. Þessi kenning Sókratesar veitti í fyrsta skipti hverium einstaklingi æðstu völd í siðferðiiegum efnum. Það var ein- stæð bylting í sögu mannkynsins. Og Plató hélt henni áfram. Góð breytni er ekki aðeins skynsamleg, sagði hann, heldur er líka sá maður góður, sem lætur stjórnast af skyn- semi sinni. Það var enginn vísinda- leg sálfræði til á dögum Platós,: og því varð hann að búa hana til. Og sálfræði hans var svo snjöll, að hún hélt velli í tvö þúsund ár. Hann seg- ir, að meðvitað líf okkar skiptist í þrjá þætti: líkamlega þáttinn, sem sé byggður upp af löngunum og ástríðum; þátt vilja og ,,anda“, og loks hugsandi þáttinn, sem hann kallar skynsemi. Þar sem skynsemin greinir menn frá hundum og öpum, er hún ber- sýnilega æðsti eðlisþátturinn, og þar er hlutverk hennar að stjórna gerð- um mannsins. Hlutverk ,,andans“ er að framkvæma boð skynseminnar, en þrár og ástríður eiga að hlýða. Dyggð er fólgin í því, að hver þáttur ræki sitt eðlilega og áskapaða hlut- verk, en fari þetta náttúrlega skipu- lag úr skorðum, verður afleiðingin ódyggð og lestir. Á þennan einfalda hátt endurreisti Plató veldi hins góða í lífinu, og var hann þó uppi á tímum sem einkenndust af kald- hæðni og bölsýni. Það er síður en svo, að kenningar Plató séu úreltar eða gamaldags. Hann ræðir um vísindalega stjörnu- fræði og eðlisfræði eins og þessar fræðigreinar hefðu verið til á hans dögum. Hann skýrir drauma á svip- aðan hátt og Freaud — þegar skyn- semin slaki á stjórnartaumunum — í svefninum, fari villidýrið í okkur á kreik. Hann talar um verkaskipt- ingu og orsakir hennar líkt og nú- tíma hagfræðiprófessor. Hann sting- ur fyrstur manna upp á aðgreiningu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.