Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
un. Skolgrátt þykkt skólp átti ekk-
ert framar af því lífi, sem sagan
umvefur þessa höfn.
Litlu síðar varpaði sólarlagið
glitskrúði yfir allan óþverrann og
ljómaði á bárunum, sem enn litu
þó út eins og olíuvotar druslur, ef
að var gáð.
Istanbul er eina stórborgin, sem
liggur á tveim meginlöndum, og
Gullhornið, fimm mílna langur
fjörður sker þvert í gegnum kjarna
hennar Evrópumegin. Meðfram
Bosporus er svo sá hluti borgar-
innar, sem tilheyrir Asíu.
Þessi mikla borg, sem hefur ver-
ið höfuðborg þriggja keisaradæma
er því milli Svartahafs í norðri,
Marmarahafs í suðri og faðmar að
sér löngum örmum fjölbreytni
óteljandi stórmerkja.
Keisaradæmin þrjú voru hið róm-
verska, býsanska og tyrkneska.
Ég labbaði yfir rófnaakur, sá
engan, heyrði ekkert. Þarna var
nefnilega ekkert annað en margra
mílna græn auðn á alla vegu. Samt
var ég í Istanbul. Svo stóð ég á
Galata-brúnni yfir Horninu og
samræmdist sundurleitasta brim-
löðri mannlegra afbrigða, sem ég
hef nokkurn tíma kynnzt. Það var
einnig Istanbul.
Ég hitti Sígauna með dansandi
birni og spænskumælandi Gyðinga-
hirða, sem áttu forfeður, sem höfðu
flúið hingað undan ógnun Rann-
sóknarréttarins fyrir 500 árum. Ég
þrammaði inn í forsælu undir
heslihnetutrjám, sem stóðu með-
fram akbrautum aldagamalla her-
vagna frá kappakstri Rómverja, og
klifraði upp bratta hæð inn í neð-
anjarðargöng fyrir járnbraut, forn
undramannvirki kölluð „Túnnel“.
Á morgni fór ég í ferskri golu
frá norðri yfir nýlega fullgerða brú
yfir Bosporus og fékk mér göngu-
ferð milli tveggja heimsálfa, Evr-
ópu og Asíu.
ENDURNÝJUÐ LÍFTENGSLI
Daríus hinn mikli Persakeisari
varð fyrstur til að tengja þessi tvö
meginlönd með bátabrú yfir Bos-
porus, sem gerði her hans, 70. þús-
und manns, fært að hefja innrás
yfir sundið frá Asíu. Hann tengdi
galeiðurnar saman og skóp þannig
raunverulega brú. Þetta var á 6.
öld f. Kr. Og fyrst nú við opinbera
vígsluathöfn í þessum mánuði voru
þessi fornu tengsli milli heimsálf-
anna endurnýjuð, hlekkurinn tengd
ur aftur.
Rússneskur flutningaprammi,
tómur og hályftur, fór gegnum flóð-
gátt þessarar fjórðu lengstu brúar
í heimi.
Skip Bosporus mætast stjórnborð
gegn stjórnborði ólíkt því, sem hér
gerist vestra, og á norðurleið fór
þetta rússneska skip því nær Evr-
ópuströndinni.
Frá mér séð 65 metrum ofar var
þilfarið autt og áhöfnin í sólbaði.
„Flóðgáttir brúarinnar eru nægj-
anlegar fyrir stærstu skip heims-
hafanna," sagði William E. Brown,
brezkur hönnuður þessa 34 millj-
óna dala mannvirkis (kringum 2,8
milljarðar ísl. kr.).
Það er vissulega ágætt, því að
þessi fræga skipaleið ber vissulega
hin mestu og þyngstu skip með fjöl-
breyttum flutningi.