Úrval - 01.01.1974, Page 51

Úrval - 01.01.1974, Page 51
49 HÚN TENGIR EVRÓPU OG ASÍU í sumar voru þarna hin fegurstu skip á ferð, eitt af öðru, fánum þak- in og litum skreytt og sýndu vissu- lega blómann af hafknörrum heims- ins. Olíuskip, togarar, herskip, munu einnig bætast í hópinn, unz Istan- bul sýnir sannarlega alþjóðlegan blóma af hafgnoðum veraldar. FERJUR VEÐURTEPPTAR Hinir sögulegu ferjubátar eru þar ennþá. Sveimandi fram og aftur milli meginlandanna. Engin þjón- usta hefur verið mikilsverðari fyrir velmegun þessarar borgar með sín- ar þrjár milljónir manna. „Ég hef verið 20 ár með Bospor- usferjurnar og önnur 20 ár þar áð- ur sjómaður á Miðjarðarhafi og Svartahafi,“ sagði Nail Karademir kafteinn, og ferjan hans Yalova var 20 ára gömul. Og fyrir 6 árum var henni breytt úr kolabrennara til olíueldsneytis. „Hraði? Engin þörf fyrir mikinn hraða, en ef nauðsyn krefur kemst hún tíu hnúta.“ Samt er Yalova alveg sérstakt skip að eðli og útliti, auðug að góðviði og glansandi messing. „Hún veldur sjaldan vandræðum til stjórnar umferðinni,“ sagði skip stjórinn, nema þegar svo er, að sex verða að liggja saman hlið við hlið. „Straumarnir á sundinu eru verri,“ bætti hann við. Á einum stað getur straumfallið náð sjö hnúta hraða. Yalova flytur aðeins farþega. En til eru aðrar ferjur, sem flytja meira en fimm milljónir bifreiða árlega fram og aftur yfir Bosporus. Fjögurra til fimm stunda leið er ekkert einsdæmi, meðan skipað er um borð, og sé veður einnig til ama getur biðin eða töfin nálgast tvo, þrjá daga. Það má því gera ráð fyrir, að nýja brúin verði mörgum hugarléttir. Samt er Istanbul og verður áfram yfirþyrmandi af umferð og þving- andi þrengslum. „Brúin bætir úr vanda í bili, hugsa ég,“ sagði einn umferðardómarinn. „En fljótlega verður allt aftur í sömu kösinni. Sá dagur kemur, að einum bíl verð ur of margt hér og allt verður í hönk og flækju, sem enginn leysir. Já, sá dagur kemur og því fyrr því betra.“ Eins og margir aðrir í Istanbul óttast hann bifreiðafjöldann, eink- um þá amerísku bíla af viðhafnar- gerð. Ef til vill hefur engin borg fært fleiri fórnir af fótgangandi fólki, og þar eru De Soto dugleg- astir við drápin. Þessi farartækja- þröng er þéttust við Galatabrú, sem er ein af þrem (ein þeirra er í smíðum) yfir Gullna Hornið. En einmitt þar ólgar lífið heitast í Ist- anbul á sinn sérstæða hátt. Enn er klukkan ekki 6 að morgni. Samt stendur maður á brúnni, hald andi þrem tylftum loftbelgja á flögri. Þeir hefjast hátt á mjóum þráðum og sjást ótrúlega langt að í fölri skímu morgunsins. Bráðlega nálgast annar, sem ber 4—5 metra langt kýprustré á bakinu. Um hálf- sjö-leytið kemur sölumaður, ekki eldri en fimmtán ára, breiðir striga renning á gangstéttina á brúnni og raðar á hann nokkrum stöflum af gulum gúmmíhönzkum. Rétt þarna hjá er róðrarbátur að leggja af stað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.