Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 45

Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 45
42 URVAL GERÐU ÞÍNAR EIGIN PÍRAMÍTATILRAUNIR. Hver og einn getur gert sínar eigin píramítatilraunir. Til þess þarf náttúrleg píramíta. En það er ekki svo erfitt. Hér er ein uppskrift: Fáðu þér stífan pappa (ekki þylgjupappa). Teiknaðu þríhyrning, sem er 22,72 sentimetrar á tvo vegu en 24 sentimetrar á einn — það er botninn. Þegar þetta er orðið rétt, skaltu gera þrjá aðra nákvæmlega eins. Skerðu þá svo út, mjög nákvæmlega, og límdu þá saman með límbandi, þannig að þeir myndi píramíta. Leggðu samanlímdan píramítann á pappa og teiknaðu utan með. Þetta verður botn píramítans. Mældu nú út og teiknaðu réttan kross á botnplötuna, þannig að út komi fjórir jafnir ferningar. Fáðu þér einhvern hlut, sem enginn málmur erí, svo sem pilluglas úr plasti eða bara eldspýtustokk, sem er fimm sentimetrar á hæð. Líka má búa til fimm sentimetra háan pall úr afgangspappa. Þetta á að vera pallurinn innan í píramítanum, og sértu í vafa um rétta hæð hans, á efri brún hans að vera nákvæmlega þriðjungur af hæð píramítans frá botni upp í spíss. Nú skaltu velja píramítanum stað heima hjá þér, helst í hæfilegri fjarlægð frá öllum rafmagnstækjum, miðstöðvarofnum og gluggum. Finndu síðan segulnorðurátt með áttavita og láttu aðra línu botnkrossins snúa nákvæmlega í þá stefnu. Láttu síðan pallinn ofan á botninn, nákvæmlega yfir miðjan krossinn. Sé pallurinn ílangur, á þýðingu á sviði stærðfræði og stjörnu- frasði. ,,Þessar kenningar,” segir Encyclopedia Brittanica stutt og lag- gott, ,,sem leggja spásagnir og esóterískar merkingarí mælieimngar, horn og hlutföll píramítans mikla, eiga ekki vð nokkurn vísindalegan. grundvöll að styðjast.” En á tímum sögunnar hafa marg- háttaðar sagnir komið fram um einkennilega fyrirburði í píramítan- um. Þannig er til dæmis sagt, að Napóleon hafí látið fyrirberast þar eina nótt, en ævinlega neitað að skýra frá því, sem þá bar fyrir hann, þar eð enginn myndi trúa honum. En sú kenning, að einhvers konar orka eða máttur fælist í byggingarlagi píramítans náði ekki fótfestu á vesturhveli jarðar fyrr en árið 1970, að Sheila Ostrander og Lynn Schrö- der gáfu út bókina Dulrænar upp- götvanir bak við járntjaldið (Psychic Discoveries Behind the Iron Curtain, útg. Prentice Hall). Þar skýra þær frá því, að píramítamátturinn hafi verið UNDRAMÁ TTUR PÍRAMÍTANS 43 hann að snúa í segulnorður (langhliðarnar vestur — austur). Nú getur þú látið það sem þér sýnist á pallinn, lagt píramítann yfir og hafið tilraunina. Alls konar lífræn efni hafa verið hagnýtr við píramítatilraunir — svo scm dauð skordýr, afskorin blóm, hrátt kjöt og grænmeti. Sé það, sem þú gerir tilraun þína með, ílangt, á það að snúa í segulnorður og suður. Ef allt fer eins og gert er ráð fyrir, á það, sem þú prófar, að þorna upp — verða að múmíu — án þess að rotna eða valda vondri lykt. Til samanburðar er gott að leggja flís af sama efni skammt frá píramítanum — ekki fast við, því þá getur eitthvað af mætti píramítans náð til þess. Sagt er, að píramítar af þessu tagi séu mjög góðir til að halda rakblöðum flugbeittum. Helst ætti að gera tilraunir með blöð úr venjulegu, bláu stáli, fremur en ryðfríu stáli eða krómstáli. Taktu blað úr pakkanum, notaðu það þar til þér finnst bitið farið að slappast. Leggðu það þá á píramítapallinn, þannig að endarnir sér í norður og suður en eggjarnar í vestur og austur. Láttu það liggja í píramltanum í viku. Eftir það máttu nota það eftir þörfum, ef þú geymir það milli rakstra í píramítanum og lætur það liggja rétt. Sumir gefa þá niðurstöðu, að með þessu móti megi nota sama blaðið 40—50 sinnum, án þess að það tapi biti, en þeir sem lengst hafa gengið segjast hafa rakað sig allt upp í 200 sinnum með píramítalegnu rakblaði. gerður að verslunarvöru í Tékkóslívak- íu, vegna uppgötvana lítt þekkts frakka, Monsieur Bovis. Bovis þessi hafð heimsótt Keopspíramítann ,,fyrir nokkrum árum”. I konungs- herberginu, sem er nákvæmlega í þriðjungshæð píramítans, tók hann eftir rusladalli með hræum nokkurra smádýra. Honum var sagt, að kettir og aðrar smáskepnur færu oft inn í píramítann, þar sem þeir villtust og syltu til bana. Eftirlitsmennirnir hirtu svo hræin og köstuðu þeim í þennan dall, og þegar hann væri fullur, væru hræin grafin. Bovis til undrunar var enga ýldu eða rotnun að sjá í dallinum. Þrátt fyrir það, að rakastigið í þessum klefa píramítans er nokkuð hátt, hölðu hrætn þornað — voru að verða að múmtum. Bovis sneri aftur heim og bjó sér til módel af píramítanum, og setti pall í hann nákvæmlega í þriðjungshæð frá botni til odds. Þar lét hann dauðan kött og ekki leið á löngu, áður en kattarhræið var orðið að múmlu. Tilraunir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.