Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 110

Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 110
108 ORVAL fyrr hafði hann skoðað landmælinga- kortin af fylkinu mjög vandlega. Stundum sýndu þau staði, þar sem verið hafði blómleg sveit fyrir heilli öld. Og nú gátu fuglarnir tínt óhindrað í sarpinn í yflrgefnum bithögum og ávaxtagörðum, sem grenitré höfðu nú slegið eign sinni á. Þannig hafði hann fundið sum af bestu akurhænsnafylgsnunum. Hann hafði teiknað ófullkomna eftirlíkingu kortsins aftan á umslag. Hann hafði sett vel á sig, hvar af- leggjarinn lá út af þjóðveginum nokkurn spöl í norðurátt, þar sem hann greindist svo í tvo vegarslóða. Þaðan lá svo aðalslóðinn í austurátt og yfír læk, sem átti sér jafnvel ekki nafn. Og næsta morgun höfðu þeir Shad svo lagt af stað saman til þess að finna þennan stað. Þeir gátu ekki ekið mjög langt í jeppanum, vegna þess að flóð höfðu graflð veginn í sundur, svo að sást í naktar klappirn- ar, sem hann var lagður á. Hann hafði stungið umslaginu með upp- drættinum á í innanávasa á veiði- jakkanum sínum og brugðið riffilól- inni yfir framhandlegginn og lagt af stað fótgangandi. Veiðihundurinn skokkaði á undan honum. Hann var með litla bjöllu á hálsólinni, og hún gaf frá sér skæra hljóma, þegar hann skokkaði áfram. Þetta var gömul sleðaklukka, og hljómur hennar var silfurskær, en ekki hvellur. Hann bergmálaði um skóginn. Hann gat fylgt hljóði þessu eftir inn í þéttustu fylgsnin. Og þegar hljómurinn þagn- aði, gekk hann í áttina til þess staðar, sem hljómurinn hafði síðast borist frá. Og þar beið Shad hans. Hann hafði lagt klukkuna til hliðar, eftir að Shad dó. Það var þögult í skóginum núna, þegar engir klukknahljómar bárust að eyrum manns. Og leiðin var lengri en hann hafði minnt. Hann hafði átt að vera korninn að stóru hæðinni núna. Kannski hafði hann valið ranga slóð við vegamótin, þar sem vegurinn hafði greinst. Hann stakk hendinni í innanávasann á veiði- jakkanum sínum. Umslagið með uppdrættinum á var enn í vasanum. Hann settist á klöpp til þess að átta sig, og þá gcrði hann sér skyndilega grein fyrir því, að hann hafði einmitt sest á þessa klöpp fyrir tíu árum til þess að borða hádegismatinn. Og þarna var vaxborni pappírinn, sem brauðsneiðin hans hafði verið geymd í. Þarna var hann, þar sem hann hafði stungið honum í sprungu í steininum. Og þarna var dældin t laufhrúgunni, þar sem Shad hafði teygt úr sér við hliðina á honum. Hann leit upp og sá þá hæðina á milli trjánna. Hann reis á fætur og lagði af stað á nýjan leik. Hann hélt á rifflinum í hendi sér. Skógurinn þéttist, eftir því sem hærra dró í hlíðinni. En á stöku stað barst sólargeisli niður á milli trjánna. Hann stansaði á hæðarbrúninni og lagði við hlustirnar. Hann var að leita að lágværu muldri lækjarins þarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.