Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
Þetta var fyrsta ,,geimferð” sovétmanna, sem
ekki hófst frd Baikonur. — Það var ekki talið
afturábak frá tíu niður í núll fyrir ,,geimskotið”
eins og venjulega, en engu að síður tók
,,ferðin” jafn langan ttma og þarf til þess að
ferðast milli Jarðar og Mars.
m leið og við stigum um
borð, hvarf öll okkar fyrri
tilvera inn í fortíðina. 1
staðinn hófst líf og starf í
innsigluðum klefa, sem
var sniðinn nákvcemlega eftir manna-
bústað um borð ígeimskipi. Þetta var
ferð út í óvissuna.
Við erum þrír: Herman Manott-
sef, Bóris Úlibíséf og ég, Andrei
Bosskó. Við emm reiðubúnir til að
vera langdvölum burtu frá vinum og
vandamönnum. Ég heyri varla hvað
sagt er, þessar fáu mínútur sem eftir
em þar til við , ,leggjum af stað. ’ ’ Eitt
skref, annað, og þykkar stáldyrnar
lokast hægt á eftir okkur. Sjónvarps-
myndavélar liggja á gægjum á öllum
kýraugum. Héðan í frá fylgja þær
hverri okkar hræringu.
Þegar þetta , ,flug’ ’ var í undirbún-
ingi, var talið að ekki myndu margir
sjálfboðaliðar gefa sig fram til til-
raunar á borð við þessa. Heils árs
fangelsi í innsigluðum klefa er ekkert
grín! En raunin varð sú, að umsækj-
endurnir urðu margir.
Hvers var krafist af umsækjendun-
um? Að þeir væm vel á sig komnir
líkamlega, að þeir gætu hugsað skýrt,
gætu stjórnað skapi sínu og væru í
andlegu jafnvægi — með öðmm
orðum, að þeir gengu ekki af
göflunum þótt eitthvað bjátaði á.
Einn okkar er verkfræðingur, ann-
ar læknir og sá þriðji líffræðingur.
Blöndun þessara starfa er mikilvæg,
þegar annars vegar er flókin tilraun.
Verkfræðingurinn á að fylgjast með
tækjunum um borð, læknirinn með
ástandi mannanna, en líffræðingur-
inn lítur eftir ,,geimgróðurhúsinu.”
„íbúðarhúsið” er síst of stórt.
Hægra megin við dyrnar eru stjórn-