Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
arnir brætt snjóinn að mestu, og það
var erfitt að fylgja slóðinni eftir þar.
Við gengum lengra upp eftir fjalls-
þrúninni og fundum spor sömu
skepnunnar að því er virtist, þar
sem þau lágu aftur efst upp á,
fjallsbrúnina, en þar lágu þau fram
og aftur, líkt og hún hefði gengið
þar fram og aftur nokkrum sinnum.
Slóðin lá svo niður í suðurbrekkuna,
•en þar týndum við henni innan um
nakta kletta og lágvaxinn runnagróð-
ur. Næstu þrjá sólarhringa skiptumst
við á um að halda vörð þarna nætur
sem daga, ef ske kynni, að skepnan
kæmi aftur. En það gerði hún ekki
ÞEKKING Á SNJÓMANNINUM
HRÆÐILEGA.
Ýmsir þættir þessa atburðar veita
verðmætar viðbótarupplýsingar um
,,yeti”:
1. Andstæðurnar útiloka þá get-
gátu sumra vantrúaðra, að öll
,,yeti-spor” myndist við sólbráð og
vindblástur. Við ljósmynduðum
sporin fyrir sólarupprás. Við vissum,
að vindur hafði ekki haft nein áhrif á
myndun þeirra, þar eð samanburður
okkar eigin spora, sem við skildum'
eftir í snjónum þann 18., og spora,
sem við skildum eftir þann 17., sýndi
lítla sem enga breytingu.
2. Meðan á leiðangrinum stóð,
leituðumst við sérstaklcga við að
rannsaka öll stór spendýraspor, sem
við fundum í snjónum. Sem starf-
andi líffræðingar með víðtæka
reynslu, hvað snertir allar aðstæður í
Himalajafjöllunum, álítum við, að
við getum útilokað sérhvern mögu-
leika á, að sporin, sem fundust á
milli tjaldanna, hafl verið mynduð af
nokkru því spendýri, sem nú er
þekkt.
3. Sporin styðja þá getgátu, að
hinar ýmsu sögur um ,,yeti” eigi
allar við sömu dýrategundina. Sporin
eru svipuð þeim, sem Shipton
ljósmyndaði. Eini munurinn er sá,
að þau eru minni, kannski eftir
kvendýr eða karldýr, sem var ekki
orðið fullvaxið.
4. Aðstæðurnar styðja þá kenn-
ingu, að ,,yeti” sé næturdýr. Skepn-
an sýndi nokkur merki um forvitni,
þar eð hún tók á sig krók eftir
fjallsbrúninni til þess að komast að
tjaldbúðum okkar.
5. Sporin styðja’þá kenningu, að
,,yeti” hafist við á skógi vöxnum
svæðum. Sporin lágu frá dal, þar sem
er mikill skógur og þau lágu ekki 1
áttina til snæbreiðanna fyrir ofan
okkur heldur yfir fjallsbrúnina og
virtust síðan liggja aftur niður á við í
áttina til skógarins.
. Á grundvelli þessarar reynslu álít
ég, að það sé nú til skepna í
Himalajafjöllum, sem sé raunveruleg
ráðgáta innan dýrafræðinnar, en ekki
nein getgáta. Þarna kann að vera um
að ræða þekkta tegund, í vansköpuðu
eða óeðlilegu ásigkomulagi, enda
þótt sönnunargögn og líkur bendi til
þess, að þar sé um að ræða óþekkta
tegund rpannapa, sem gengur á