Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 103
MILLIJARÐAR OG MARS
101
eitt fyrir mér, og mér finmt ég aftur
vera kominn um borð.
Ég hef stöðugan són fyrir eyrun-
um. Það er þögnin, sem hefur þessi
áhrif. Ég lít á klukkuna. Hún er
næstum tvö. Herman og Bóris hafa
heldur ekki sofnað, heldur byita sér
eirðarlausir í rúmunum. Endurminn-
ingarnar halda fyrir okkur vöku.
Þegar ég lýk upp augunum um
morguninn, veit ég ekki hvar ég er.
Svo rifjast það upp fyrir mér. Mér
verður rórra og mig langar að sofna
aftur.
,,Andrei!” Það er rödd Hermans.
„Hvernig líður þér?”
„Svona og svona. Mér fínnst ég
ekki vera útsofinn. Hausinn á mér er
þungur og ég hef suðu fyrir eyr-
unum.”
,,Mér líður eins. Og Bóris iíka.”
Okkur langar ekki að gera líkams-
æfíngar. Ég er allur grútmáttlaus. En
það eru engin grið gefín. Við erum
vigtaðir, hjartslátturinn kannaður,
öndunin, þlóðþrýstingurinn —
hvernig getur staðið á þessu? Ég er
með ótrúlega háan blóðþrýsting:
140/90.
Mig langar ekki að horfa á sjónvarp
og nenni ekki að skrifa í dagbókina.
Ég tek upp bók en fínn að ég get ekki
lesið hana. Það er eins og við höfum
týnt fjöreggjunum okkar.
Tíminn líður hraðar, hann raunar
þýtur hjá. Nú koma læknarnir
grímulausir að skoða okkur. Nú
sjáum við lifandi aldlit og bros.
Strákarnir reykja af nautn eftir
matinn.
Við fáum að skreppa heim í einn
dag. Ég er spenntur, þegar ég fer í
venjuleg föt aftur: Buxur, skyrtu,
jakka og skó. Það er skrýtið, að mér
finnst þetta ekki vera fötin mín.
Ég ákveð að bjóða Víólettu út. Ég
hef talað við hana í síma. Ég meira að
segja skrifaði henni bréf. En það
kemur ekki í stað þess að hitta hana.
Eftir matinn hringdi ég til hennar og
við ákváðum að hittast. Hún var eins
og snædrottningin, í hvítum loðfeldi
með hvíta loðhúfu. Hún tekur
nokkrar hvítar krísantemur upp úr
skjóðu sinni og réttir mér.
,,Það er svo langt síðan þú hefur
séð blóm,” segir hún og brosir.
, ,Hafðu þau undir frakkanum þínum
svo þau frjósi ekki.”
Það er kalt. Vindurinn er nístandi,
en við tökum ekki eftir því, þar sem
við eigrum um snævi þakinn garð.
Landið er beinlíms ótrúlegt, yfir-
náttúrlegt. Snævi þakin trén, grein-
arnar slútandi undan snjóþungan-
um, tígulegir teinungar og risavaxnar
furur umhverfis.
Ég staldra við í frostloftinu áður en
ég heid inn 1 hressingarheimilið, þar
sem ég á að vera mánuð í hvíld.
Stofufélagi minn heitir Alexander,
eða Sasja, eins og hann kynnir sig.
Við vorurn fljótir að vingast. Það
líður ekki á löngu áður en Herman og
Bóris koma. Þessir dagar verða
ógleymanlegir. Við erum umkringdir