Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 127
LISTINAÐ DRUKKNA EKKI
125
út og aftur, eins og maður væri að
draga tjöldin frá glugga, halda
lófunum niður og ýta með höndun-
um flötum niður að síðunum, um
leið og maður lyfti höfðinu. Við
þetta kemur munnurinn upp úr. þá
dregur maður andann, slakar á aftur,
og svo koll af kolli. Þegar maður
hefur vanist aðferðinni, þannig að
maður finnur þreytuna síga ögn frá
má nota handahreyfingarnar, jafnvel
með samtímis fótahreyfmgum til
þess að fikra sig ögn í áttina til lands.
Hvað nú, ef maður fær krampa? Þá
er mest um vert að verða ekki hræddur.
Best er að gera þann líkamspart
eins máttlausan og framast er unnt,
reyna að koma sér í þá flotstellingu
sem manni þykirþægilegust, og reyna
að nuddastífa vöðvann þar til hann fer.
að slakna. Sumir reyna að nota stífa
líkamshlutann, en það eykur bara
I krampann.
Fólk hefur tilhneygingu til að gera
sjónum upp vondar hneygðir, kalla
straumana „svikula” og öldurnar
„morðingja.” Að mínum dómi
undirstrikar þetta tilhneygingu
mannsins til að neita að viðurkenna
að hann verði að vinna með náttúr-
unni, ekki að beygja hana undir vilja
sinn. Við verðum að taka sjóinn eins
og hann er, umhverfi sem er öðru vísi
en land en ekki fjandsamlegt, heidur
tekur vel á móti þeim, sem er
varfærinn og undirbúinn og veitir
honum ríkulega ánægju að launum,
3en getur refsað fífldjörfum og fyrir-
hyggjulausum grimmilega.
t ★
Gegn samábyrgð
flokkanna