Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 77
D ULSPEKIS ÖFNUDIR...
75
áherslu á fullnægjukenndina og
hugarróna, sem þeir segja, að þátt-
taka í hópstarfinu veiti meðlimun-
um. ,,Hver sá, sem vinnur að
einhverju málefni af heilum hug og
algerri hollustu, er sagður vera
heilaþveginn eða róttækur,” segir
Joseph Anctil Denver í Colorado-
fylki, talsmaður safnaðar Maharaj Ji.
W. Farley Jones, upplýsingafulltrúi
Sameiningarkirkju Moons í New
Yorkborg, viðurkennir, að þjálfun og
starfsemi á vegum safnaðarins ,,hafi í
för með sér breytt viðhorf gagnvart
því, hvernig lifa skuli lífinu. En það
er hvorki um heilaþvott né dáleiðslu
að ræða,” bætir hann við. ,,Það er
einfaldlega um það að ræða, að
safnaðarbörn okkar hafi fundið eitt-
hvað, sem hefur meiri þýðingu fyrir
þá en nokkuð það, sem þeir áttu
áður.”
Flestir sálfræðingar, foreldrar og
fyrrverandi safnaðarbörn eru samt
vantrúaðir á slíkar fullyrðingar. Þús-
undir foreldra um gervallt landið
hafa bundist samtökum um að reyna
að snúast gegn vandamáli þessu.
,,Við erum ekki á neinum galdra-
nornaveiðum. Við erum ekki að
mæla gegn raunverulegu trúarlegu
vali einstaklingsins,” segir William
Rambur, gagnfræðaskólakennari og
forstöðumaður Frelsissamtaka borg-
ara í Chula Vista í Kaliforníu, en í
þeim eru um 1.000 foreldrar. ,,Við
erum þara að berjast fyrir því, að
synir okkar og dætur séu ekki gerðir
fangar hópa, sem fela sig á bak við
grímu trúarbragða.”
Margir foreldrar krefjast þess nú,
að starfsemi safnaða þessara verði
rannsökuð ýtarlega. Sérfræðingar
styðja þessa hugmynd. Dr. Martino
við Stofnun hegðunarvísinda segir
svo: ,,Það er þörf fyrir, að hópur
sérfræðinga, þ.e. sálfræðinga, sál-
lækna, sérfræðinga í hegðunarvís-
indum og dáleiðslusállækna rannsaki
starfsemi þessara safnaða í samstarfl
við handhafa laga og löggæslu.”
Martin M. Schorr, sálfræðingur í
San Diego, sem hefur reynt að hjálpa
mörgum fórnardýrum hópa þessara,
er á sama máli. ,,Við getum ekki
vitað, hvort hér er aðeins um
órökstuddan grun að ræða eða
raunverulegt misferli, fyrr en þetta
hefur allt saman verið rannsakað
ýtarlega,” segir hann. ,,Það er
þýðingarmikið, að hver bandaríkja-
maður hafi rétt til þess að velja þá
trú, sem hann sjálfur kýs. En
þvingunin, sem sumir þessara safn-
aða virðist beita, er ekki réttlætan-
leg.”
★
Þegar afi var 100 ár, spurði blaðamaður einn hann hvernig honum
liði. ,,Mjög vel,” svaraði gamli maðurinn. ,,Eg er meira að segja miklu
ferðafærari núna heldur en fyrir hundrað ámm.”
M.L.