Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
ÞEGAR HJARTAÐ ER AÐ
SPRINGA.
I dag er Geirnfaradagurinn. Við__
geimfarar í kyrrstæðri geimferð á
jörðu niðri — fáum hverja heilla-
óskina eftir aðra. En þótt dagur sé
rauður á dagatalinu, má það ekki
trufla rannsókmr okkar.
Sumar af prófunum okkar em
ósköp þægilegar. Eins og til dæmis
þegar verið er að taka meltingarlínu-
rit. Þá lætur maður skynjara utan um
þelginn á sér og má svo fá sér
aukaþlund eftir morgunmatinn. Og
mörg sálfræðiprófin em ágæt.
En það er vafasamt að nokkur
myndi kalla þrekprófið ánægjulegt.
Maður situr alsettur vírum á þrek-
hjólinu og hjólar og hjólar þar til
maður getur ekki meira. Maður
verður að anda um munnstykki með
klemmu á nefinu til þess að ekkert
loft komist ofan í lungun eða frá
þeim nema um munnstykkið. Púls-
skynjari er rígspenntur um hálsinn.
Þriggja til fjögurra mínútna erfiði af
þessu tagi eykur blóðþrýstinginn
mjög, svitinn lekur ofan í augun og
hjartað er að springa.
Meðan á þessu stendur er æða-
þrýstingurinn mældur, einkenni
hjartastarfseminnar og öndunarinnar
og líkamshitinn á hinum ýmsu
pörtum líkamans skráður. Vísinda-
menn leggja mikið upp úr þessum
upplýsingum til að gera sér grein fyrir
ástandi hjarta- og æðakerfisins.
Prófanir á tauga- og vöðvastarfsemi
minna á íþróttakeppni. í þessari
,,keppni” er Bóris öruggur sigur-
vegari. En í prófunum á samræmingu
og verkefnum, sem flókið er að leysa,
held ég forustunni.
Mælarnir sýna, að þrátt fyrir
óvenjulegt umhverfi missum við ekki
líkamlegan þrótt. Við virðumst jafn-
vel verða stekari í höndurn og baki.
Svo er að sjá, sem þetta sé vegna
stöðugrar líkamsræktar okkar, sem
er að komast upp í vana sem fastur
liður í daglegum athöfnum og er
nauðsynleg til að vega upp á móti
því, að eðlileg hreyfíngargeta er af
skornum skammti rúmsins vegna.
Hreyfíngarleysi er lævís óvinur.
Hvers konar líkamsrækt geta geim-
farar stundað? Við lifum við aðstæð-
ur, sem eru eins líkar því sem verður í
geimferðum og hægt er á jörðu niðri.
Það eru einmitt þessar kringumstæð-
ur, sem geta leitt til hreyfingarleysis-
sjúkdóma (svo sem dreps, flogaveiki,
blóðtappa og annarra alvarlegra sjúk-
dóma). ,,Ef einhver okkar sleppti
daglegri líkamsþjálfun einhverra
hluta vegna, lá illa á honum daginn
eftir. Hann var slæptur, þreyttist
fljótt, hafði rígi í vöðvum og vannst
illa,” stóð síðar í skýrslu Hermans,
læknisins okkar.
Til að afstýra þessu verðum við að
fara eftir sérstakri þjálfunardagskrá.
Lyftingartæki hvers konar eru gagns-
laus í geimíþróttum, í geimnum er
allt þyngdarlaust. Það er aðeins
mótstaðan, sem dugir. Tækin okkar
vom byggð á henni, þrekhjólið,
krepputangir, gúmmítæki og annað