Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
sjálfsbjargar, heldur einnig framlag
til lausnar á samfélagsvanda.
Líkamleg vinna er líka mjög góð,
sérstaklega fyrir þá, sem vinna
kyrrsetuvinnu. Verslunarmaður, sem
er löngum stundum bundinn við
skrifborðið, stingur við og við af til
þess að taka þátt í kappakstri. Hann
er 54 ára, vel á sig kominn og gefur
þeim sem leiðist, þetta heilræði:
»
„Tyllið ykkur og skrifið niður fimm
atriði, sem ykkur langar að gera.
Veljið svo eitt þeirra — og hrindið í
framkvæmd!' ’
Hrindið því í framkvæmd! Það er
lausnarorðið. Það fólk sem tekur
virkan þáttí lífinu, veigrar sér ekki við
að taka þátt I gleði og sorg og er opið
fyrir því, sem fram fer í kringum það,
leiðist aldrei.
★
,,Trúir þú á lífið eftir dauðann?” spurði forstjórinn einn af yngri
starfsmönnum sínum.
,Já, herra.”
,Jæja, það ernúgott,” svaraði forstjórinn. „Klukkutíma eftir að þú
fórst. héðan I fyrradag til að vera við úrför afa þíns, kom hann hérna við
til að heilsa upp á þig.”
D.K.
Ég var á ferðalagi í nágrenni Medford þegar sprakk á bílnum. Eftir
að hafa komið honum fyrir á útskoti, sem stóð rétt ofan við litla á, fór
ég að huga að dekkinu. Titringurinn sem varð, þegar ég tjakkaði upp
bílinn var nógur til þess að varadekkið lagði af stað ofan I ána og hvarf
þar. Ég fór úr sokkum og skóm og hætti ekki fyrr en ég hafði náð því
uppúr. Þegar ég náði sprungna dekkinu af sá ég að það var svo illa farið
að ekkert þýddi að gera við það. í reiðikasti sparkaði ég I það svo það
flaug út í ána.
Þegar ég hafði ekið til Medford og útvegað mér nýtt dekk, var
augljóst mál að ég þurfti á felgunni af ónýta dekkinu að halda, sem nú
var í ánni. Daginn eftir þegar ég kom að ánni, þar sem óhappið hafði
átt sér stað, dreif ég mig úr sokkum og skóm og sótti dekkið og I því að
ég var að setja felguna I skottið, stansaði stór flutningabíll fyrir framan
mig á veginum. Ökumaðurinn sté út úr bílnum gekk til mín dálítið
ruglaður og varkár á svip og spurði hvort hann gæti nokkuð hjálpað
mér. Ég þakkaði honum fyrir og sagði að allt væri í lagi. Hann leit á
bílinn og svo aftur á mig og sagði svo: , Jæja, fyrst þú segir það. En um
þetta leyti í gær keyrði ég hérna framhjá og þá varstu líka að skipta um
dekk! ’ ’
D.F.L.