Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 116

Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 116
114 ÚRVAL hann!” segir áhangandi kenningar- innar um tilveru snjómannsins hræðilega. Áhugi þessi er einnig tengdur verunni sjálfri, sem kann að vera náinn ættingi okkar úr fjarlægri og gleymdri fortíð. Fyndist snjómaður- inn, gæti þar með orðið um merk- ustu uppgötvun aldarinnar að ræða, bæði í dýrafræði- og mannfræði- legum skilningi, uppgötvun, sem gæti með hjálp samanburðar veitt nánari skilning á okkar eigin þróun, hegðun og forsögulcgum samfélög- um mannsins. Á árunum 1972 til 1974 dvaldi ég í Himalajafjöllum sem leiðtogi leið- angurs, sem vann að rannsókn á lífi villtra dýra. Leiðangur þessi vann að fyrstu vistfræðirannsókn, sem gerð hafði verið í hinum afskekkta Arun- dal í austasta hluta Nepalríkis. Arundalur er einn af dýpstu fljóta- dölum heimsins, einangraður griðar- staður villtra dýra á milli hinna himingnæfandi fjallgarða, Everest og Kanchenjunga, hæsta og þriðja hæsta fjalis jarðarinnar. Dalurinn hafði verið tiltölulega lítt kannaður vegna hins hrikalega landslags, vegna þess hversu afskekktur hann var og vegna hins þétta gróðurs. Hvorki dýra- né jurtalíf hans hafði verið rannsakað vandlega áður SPOR í ÍSNUN. Fjölmargar sögur um ,,yeti” hafa borist frá Himalajafjöllunum í um 200 ár. Þorpsbúar þar segja ýmsar sögur af veru þessari, og hafa sumar þeirra gengið þar manna á milli í nokkrar kynslóðir. Og sumir þeirra segjast jafnvel hafa séð ,,yeti”. Fyrsti vesturlandabúinn, sem birti frásögn um ,,yeti”, var B. H. Hodgson. Var það árið 1832. Síðan hafa yfir 40 vesturlandabúar, þar á meðai mjög áreiðanlegir einstaklingar, sem njóta mikils álits, lýst yfir því, að þeir hafi ýmist séð ,,yeti” eða spor hans. Lýsingar sjónarvotta, en þeim ber furðulega vel saman, eru mjög ýtarlegar. Líkami ,,yeti” er þrekvax- inn og líkur líkama apa að lögun. Hann er 167 til 182 1/2 sm á hæð og er þakinn stuttu, stríðu hári. Er litur þess sagður vera allt frá rauðbrúnu til svarts, og er hann stundum með hvíta bletti á bringunni. Hárið er lengst á öxlunum. Andlitið er hár- laust og fremur flatt. Kjálkarnir eru sterkbyggðir. Tennurnar eru mjög stórar og munnurinn breiður. Höfuð- ið mjókkar upp á við og endar kollurinn í nokkurs konar oddi. Handleggirnir eru langir og ná næst- um niður að hnjám. Axlirnar eru luralegar, og hann er nokkuð hokinn í baki. Hann er ekki með hala. Um útlit snjómannsins höfum við ekkert annað en þessar frásagnir sjónarvotta, en ljósmyndir af sporum hans veira áþreifanlegar upplýsingar. Athyglisverðasta uppgötvun spora var gerð af þeim Eric Shipton og Michael Ward árið 1951. Sporin voru í þunnu lagi af vel kristölluðum snjó, sem lá ofan á hörðum ís, sem gaf til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.