Goðasteinn - 01.12.1964, Page 5

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 5
K.jartan Leifur Markússon: Á aldarmorgni í Álftaveri Jafnfljótt og minn andlegi sjónhringur náði lengra en kring- um heimahagana, vissi ég, að þeir, sem bjuggu í Álftaveri, voru næstu nágrannar okkar í Hjörleifshöfða í austri. Ég vissi líka fljótt, að það var feikn langt til þessara nágranna og að sand- urinn mikli var á milli okkar og þeirra. Snemma þótti mér nafnið Álftaver fagurt og heillandi, og ekki var ég gamall, þegar ég þekkti flesta bændur og fleira fólk í þessari sveit. Álftveringar komu nokkuð oft í Höfðann, ýmsra erinda. Um fýlatímann komu þeir til að kaupa fýl, og þegar þeir fóru kaupstaðarferð til Víkur, komu þeir oft í austurleið og fengu gistingu, ef of seint var að leggja á sandinn. Það bar líka oft við, að kunningjar foreldra minna komu að gamni sínu, og stundum komu þeir, sem bágast áttu efnalega, til að fá eitthvað, sem þá vanhagaði um, helzt matarkyns til að bæta úr brýn- ustu nauðsyn. Ég ætla nú að nefna nöfn nokkurra Álftveringa, sem ég man eftir, frá fyrsta tug þessarar aldar: Þá var á Mýrum sr. Bjarni Einarsson. Hann var prófastur í sýslunni og sveitarhöfðingi í Álftaveri, átti fjölda sauðfjár og var talinn stórefnaður. Hann byggði fyrsta timburhúsið í Álftaveri, og stendur það enn. Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.