Goðasteinn - 01.12.1964, Page 7

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 7
skyldi austur yfir sandinn, Sverrir talið það ófært, hinir ekki. „Þeir voru að gretta sig í hann, þegar ég fór, og ég veit ekki, hvað þeir hafa afráðið", sagði Sverrir. Skömmu seinna fréttist, að þeir félagar hefðu lagt á sandinn, en þegar þeir komu að Blautukvísl, var hún uppbólgin af krapa og ís. Jón fór að reyna, hvernig kvíslin væri og brauzt austur yfir hana en sennilega ekki treyst sér vestur yfir hana aftur, enda séð að ekki var fært með hestana. Hann lagði því af stað austur og háði mikla þrekraun, blautur og hrakinn, veðrið hið versta og dagur kominn að kvöldi. Hann var á ferð alla næstu nótt en villtist af leið og var kominn austur í haga fyrir sunnan bæi í Álftaveri, þegar sást til hans daginn eftir. Var sýnilegt, að sá, sem þar var á ferð, var ekki með öllu sjálfráður ferða sinna. Fóru menn til Jóns, en þá kom í Ijós, að hann var orðinn blindur af sandroki og gaddskorpu, sem hafði hlaðizt á andlitið. Jón var svo leiddur heim að Mýrum. Honum var hjúkrað, svo sem hægt var, en fætur hans voru skemmdir af kali og gapandi sár var á öðrum hæl, því skór og sokkar voru slitnir í gegn. Jón lá í 10 daga á Mýrum en lézt að þeim loknum eftir mikil harmkvæii. Jón sagði frá, hvar hann skildi við Þorstein. Var þegar farið vestur á sand að leita hans. Fannst hann örendur vestan við Blautukvísl, en hestarnir stóðu þar bundnir á streng. Á skírdag var komið gott veður, og fór Sverrir þá heim til sín. Hann sá það rétt í Skiphelli, að ekki var ráðlegt að leggja á sandinn, og það bjargaði lífi hans. Oftar kom það fram, að hann var hygginn, harðfengur og enginn veifiskati. Eftir fráfall Jóns í Skálmarbæ, tók þar við búskap Þorlákur Sverrisson og kvæntist Sigríði dóttur hans. Seinna fluttust þau til Víkur, og rak Þorlákur þar verzlun í mörg ár. Þá lá leið þeirra út í Vestmannaeyjar. Sonur þeirra er Öskar dómkirkju- prestur í Reykjavík. Um þessar mundir bjuggu í Holti í Álftaveri þrír bændur. Einn þeirra hét Einar en kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Þau áttu mörg börn og voru mjög fátæk. Einar kom nokkuð oft í Höfðann, og man ég engan Álftvering frá þeim árum jafn fátæklega klæddan. Ég held, að honum hafi oft verið gefið eitt- Codasteinn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.