Goðasteinn - 01.12.1964, Side 8

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 8
hvað með sér heim, helzt nokkrir saltaðir fýlar. Einar þáði með miklu þakklæti, því þörfin var mikil að koma færandi hendi til konu og barna, sem heima sátu við þröngan kost. Guðrún korn líka nokkrum sinnum. Hún var mjög dugleg og þrekmikil, álit- leg kona og lét lítið á sjá, þrátt fyrir fátækt og erfiðleika. Eitt sinn kom hún á einmánuði utan úr Mýrdal. Hún leiddi með sér kú, sem þau hjónin höfðu fest kaup á. Einn sonur hennar var með henni og rak á eftir kúnni. Hann var 12 eða 13 ára. Hvert spor urðu þau að ganga, því ekki var hestur með í ferðinni. Þau gistu hjá okkur eina nótt, og það man ég vel, að föður mínum þótti þetta .ferðalag gert af lítilli forsjá, því ekki mátti mikið bera út af með gott veður, svo ráðlegt væri að leggja á Mýrdalssand með kú í taumi. En sem bctur fór, var veðrið gott og jörð snjólaus. Þegar Guðrún lagði af stað, sagði faðir minn henni að fara ekki yfir Blautukvísl á veginum, því þar var hún breið og sand- bleyta í botni. Vísaði hann á vað nokkru ofar, en þar var áin mjórri og botninn fastur. Síðar sagði Guðrún, að svo vel hefði faðir minn lýst árbökkunum, að hún var ekki í vafa um, hvar fara skyldi. „Það var eins og hann væri með mér“, sagði Guðrún. Heim að Holti komu þau um kvöldið, vafalaust lúin eftir 30 km göngu. Aðra ferð fór Guðrún vestur í Mýrdal, sem ekki gekk jafn vel. Hún kom að Höfðabrekku og gisti í vestri bænum. 1 för með henni var annar drengur hennar. Þau komu að Höfðabrekku í björtu, síðari hluta dags. Drcngurinn sat inni nokkra stund en fór svo út til að litast um í þessu ókunna umhverfi. Hann kom aldrei aftur. Skammt frá bænum var hamrabrún og afar hátt niður. Þangað hafði drengurinn gengið, orðið fótaskortur og hrapað ofan fyrir bjargið. Undir því fannst líkið um kvöldið. Þetta/var ein þraut af mörgum, sem lífið lagði fyrir þessa konu, og líklega sú erfiðasta. Að Guðrún fór þessa ferð var víst af því, að Einar maður hennar var þá orðinn mjög farinn að heilsu og átti bágt með að ferðast. Til dæmis um fátæktina og erfiðleikana, heyrði ég Guðrúnu segja frá einni ferð sinni frá Holti fram að Þykkvabæjarklaustri. 6 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.