Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 9

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 9
Það var rétt fyrir jólin, að hún var mjólkurlaus en vissi, að hún gat fengið mjólk hjá hjónunum á Klaustrinu, Sigurveigu og Jóni Brynjólfssyni. Þau voru ekki rík en hjálpuðu oft öðrum, sem minna höfðu, af mikilli góðvild og örlæti. Síðari hluta dags lagði Guðrún af stað fram að Klaustri. Einar var ekki heima, og bauð hún eldri börnunum að gæta þeirra yngri. Ekki þótti henni þó gæzlan trygg og batt því yngsta barnið við rúmstuðul. Vel gekk henni ferðin fram að Klaustri. Snjór og ís var yfir öllum mýrum og komin asahláka. Þegar hún svo lagði af stað heim, var farið að skyggja og orðið aldimmt að hálfnaðri leið. Það rigndi mikið, vatnið rann í stríðum straumum ofan á svell- unum, og allt um kring kvað við vatnaniður og brak og brestir í ísnum. Guðrún var alein úti á þessari víðu sléttu, þar sem ekkert vísaði til vegar. Mest óttaðist hún, að ísinn, sem óðum var að veikjast, myndi brotna og hún svo falla ofan f ein- hverja kelduna. En allt fór vel. Hún komst heim, heim í litla kotið til barnanna, sem biðu hennar. Þegar Einar var svo farinn að heilsu, að hann gat lítið unnið, sá Guðrún ekki það fært að búa lengur í Holti. Hún vildi breyta til og flytja til Reykjavíkur. Einar var því algjörlega andvígur, hann vildi sitja á sama stað, meðan sætt var, og fara hvergi. Fór því svo, að þau skildu að samvistum. Guðrún kom sumurn börnunum fyrir á góðum stöðum, en hin hafði hún með sér til Reykjavíkur. Tel ég, að það hafi verið vorið 1907. Er hægt að skilja, að það hefir burt mikinn dugnað til að koma því í kring. í Reykjavík tók hún fljótt til starfa, og meðal annars hafði hún nokkur ár matsölu. Varð hagur hennar brátt annar og betri cn í Holti. Nokkru síðar fór Einar maður hennar til hennar, og tók hún við honum. Hann dó ekki löngu síðar. Nokkru eftir að Guðrún kom til Reykjavíkur, sendi hún móður minni góða gjöf og verðmæta. Sagði móðir mín, að enginn, sein hún hefði gert eitthvað gott, hefði sýnt eins þakklæti sitt í verki og Guðrún. Eftir að hafa verið allmörg ár í Reykjavík, fór Guðrún til Ameríku, og ekki hætti hún, fyrr en hún náði þangað flestum börnum sínum, og sumum sendi hún peninga fyrir ferða^ kostnaði vestur. Ég held, að hún hafi náð öllum börnum sínutn Goðaste'mn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.