Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 11

Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 11
þeim árum en sjaldan eða aldrei á borðum í Laugarnesi. Stefán andaðist eftir ekki margra ára dvöl í Laugarnesspítala. Það yrði of langt mál að nefna alla þá Álftveringa, sem ég man eftir og voru þar í sveitinni um og eftir aldamótin. Hér skulu þó tveir nefndir, þeir Jón Brynjólfsson og Gísli Magnús- son í Norðurhjáleigu. Þeir komu á hverju sumri út í Höfða um fýlatímann til að sitja undir, þegar sigið var í stórsigin. Það var gert sömu dagana ár eftir ár, föstu- og laugardaginn fyrir 18. sunnudag í sumri. Gísli var hreppstjóri í Álftaveri, prýðilega gerður maður, ágætur verkmaður og vel viti borinn, t. d. ágætlega ritfær, þótt aldrei hefði hann setið á skólabekk. Jón Brynjólfsson á Þykkvabæjarklaustri var mikill að vallar- sýn og svo fallega vaxinn og fríður, að hann vakti eftirtekt, hvar sem hann fór. Systkini hans í Álftaveri voru þau Oddur bóndi, sambýlismaður hans á Klaustrinu, Helgi, sem síðar bjó í Holti, Þóra kona Gísla hreppstjóra og Ragnhildur kona Bjarna Páls- sonar. Þau bjuggu lengi á Herjólfsstöðum. Þessi systkini voru náskyld mér. Eiríkur Guðmundsson afi þeirra var bróðir Lofts afa míns. Þegar mér var svo vaxinn fiskur um hrygg, að ég gat gengið upp á hæsta hnúk, var mér bent á, hvar Álftaverið var. Þarna, langt fyrir austan svartan sandinn, sást hvít lína, sem náði frá sjónum og nokkuð langt upp eftir sléttunni. Það var Kúðafljót. Fyrir vestan það sló grænum lit á landið á all stóru svæði, og mér var sagt, að þar héti Álftaver. Svo var það árið 1907, þegar ég var 13 ára, að ég fór þangað mína fyrstu ferð. Hallgrímur Bjarnason, sem þá var orðinn ráðsmaður hjá móður minni, sendi mann austur í Ver til að sækja heytorf og lét mig fara með til aðstoðar. Við vorum með þrjá hesta til burðar og sinn hestinn hvor til reiðar. Ekki fórum við hraðara en klyfjagang, og þótti mér leiðin furðu löng, einkum sá hluti hennar, sem nefndur er Skerin. Þau liggja vestan við sveitina. Þetta er brunahraun, sem fyrir ævalöngu hefur runnið fram, fyrir ofan og vestan Verið og suður í sjó. Upptök þess hafa verið inni í óbyggðum í stórkost- legu eldgosi. Það er nálega tveggja tíma lestagangur yfir Skerin, Godasteinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.