Goðasteinn - 01.12.1964, Side 12

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 12
og mér fannst, að við myndum aldrei ætla að komast út úr þeim. Loksins sást þó fyrsti bærinn, Hraunbær, og skömmu síðar Herjólfsstaðir. Frá þeim blasir því nær öll sveitin við sjónum, víðáttumikil slétta, öll grasi gróin. Fyrrtaldir bæir eru vestan við hana. Sunnan við hana eru Hraungerði, Norðurhjáleiga og Þykkvabæjarklaustur. Þar gnæfði kirkjan yfir umhverfið. Lengra austur eru Mýrar, ekki langt frá Kúðafljóti. Ofan við sléttuna grænu voru þá þrír bæir, Holtsbæirnir, og svo lengra ofar og austar Skálmarbær. Úti á næstum miðri sléttunni blöstu við Jórvíkurhryggir, tveir bæir, sem standa á hólum en mýri allt um kring. Austur þangað fórum við um kvöldið og gistum hjá Isleifi bónda Jónssyni. Þar tókum við torfið og fórum heim næsta dag. Segir ekki fleira af því ferðalagi, en nú var ég fróð- ari en áður, búinn að fara yfir hinn mikla Mýrdalssand og sjá Álftaverið. Eftir að Hallgrímur Bjarnason var giftur móður minni og farinn að búa í Höfðanum, keypti hann á hverju sumri dálítið af heyi af Áiftveringum og galt með fýl. Fluttu þeir heyið út í Höfða. En heyskapur var lítill í Höfðanum, og Hallgrímur vildi meira hey og fékk því slægjur hjá ísleifi í Jórvík. Sendi hann mann þangað austur, sem vann að slætti í þrjár vikur, ekki einn sér, heldur í samvinnu við Isleif og fólk hans. Eftirtekjan var venjulega 35 hestar eða tveir hestar eftir daginn. Var hlaðið úr heyinu úti og það vandlega tyrft og geymt til næsta vors, þá flutti Hallgrímur það út í Höfða. Sumarið 1913 var ég sendur austur til að vinna að heyskapnum og var þá 18 ára. Ég fór þangað 14. sunnudag í sumri, og var þá verið að ljúka við túna- slátt á Jórvíkurbæjunum. Túnin voru svo lítil, aðeins hólarnir, sem bæirnir stóðu á, og hæð skammt frá, þar sem fjárhúsin stóðu, allt umhverfis var marflöt mýri. Svo byrjaði engjaslátturinn. Við vorum þrír, sem slógum, Isleifur, ég og Stefán Árnason, uppeldissonur Isleifs, síðar um fjölda mörg ár lögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Guðbjörg dóttir Isleifs og roskin vinnukona rökuðu ljána. Synir ísleifs, Guðmann og Jón, voru þá svo ungir, að þeir stóðu lítið á mýri, en þeir voru þó ekki iðjulausir, þeir færðu mat og kaffið út á engið, 10 Goðastehm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.