Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 15

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 15
um það, að óvíða væru svo mörg börn saman að leik, en þau voru að tölu talsvert á þriðja tug, flest ung en nokkur um fermingaraldur. Það var víst þungur róður hjá þessum bændum að ala önn fyrir öllum þessum hóp, því þeir voru efnalitlir en búnir hinum fornu dyggðum, sparsemi, iðni og þrautseigju, og börnin uxu, náðu þroska og urðu nýtir þjóðfélagsþegnar. Sagt var, að það hefði oft hjálpað Bárði og fjölskyldu hans, þegar lítið var um matföng, hve heppinn og laginn hann var við selveiði í Kúðafljótsósi. Á þeim tímum þótti selkjöt dágóður matur, og selskinn var notað í skó, auk annars. Lýsið, sem fékkst úr spikinu, var oft brætt saman við tólg og þótti fullgóð feiti með mat. Álftveringar veiddu oft vel í fljótinu. I góðu veðri á sumrum gekk selurinn langt upp eftir því. Frá Mýrum sást, ef selurinm kom á veiðistöðvarnar. Var þá sett upp veifa, sem sást frá flestum bæjum í sveitinni. Bjuggust menn þá í skyndi í veiðiförina, venjulega einn maður frá bæ. Gilti einu, þótt staðið væri í hirðingu, farið var eigi að síður. Urðu ungu mennirnir einatt glaðir, þegar upp kom veifan á Mýrum, og þeir máttu sleppa hrífunni og taka selakeppinn í stað hennar. Selur- inn var veiddur í net, en hvernig að því var staðið sleppi ég að lýsa hér. Á þessum árum var meiri framfarahugur hjá Álftveringum en um aldamótin og efnahagur talsvert betri en þá var. Timburhús höfðu verið byggð á sex bæjum, og heyhlöðum fór óðum fjölg- andi. Að jarðabótum unnu bændur allmikið, einkum að áveitum á engjarnar. Landið var víðast hallalítið, svo góð aðstaða var til að byggja flóðgarða og gera uppistöður. Við það fékkst drjúgum meira gras. Engin sláttuvél var til í sveitinni, og ekki man ég til, að á nokkrum bæ væri heyi ekið heim á vögnum. Á Jórvík var ekki þörf fyrir að strita við að hlaða flóðgarða eða grafa áveituskurði. Áin Skálm, sem rennur fyrir ofan Verið austur í Kúðafljót, var ekki í föstum farvegi, og þegar mikið óx í henni, flæddi hún fram yfir sléttuna, inn á engjarnar á Jórvík. Vatnið var kolmórautt jökulvatn og frjóvgaði landið svo vel, að kafgresi var, þar sem það rann yfir. Að vatninu gat þó verið mikill bagi um sláttinn í úrfelli. Kom þá fyrir, að allar Goðasteinn 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.