Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 16

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 16
keldur urðu bakkafullar og flæddu yfir engið. Varð þá oft að fara frá slætti til að reyna að veita vatninu burtu. Þcir ísleifur og Bárður heyjuðu mikið en slógu þó aldrei upp, svo margir fengu hjá þeim slægju, er líða tók á sumar, og var þá oft mannmargt á Jórvíkurengjum. Ég vík nú aftur að dvöl minni á Jórvík. Mér bæði leið og líkaði vel, og tíðarfarið var svo gott, að flesta daga var sól og þurrkur um þetta þriggja vikna skeið. Fyrsti sunnudagurinn, sem ég var þar, fimmtándi sunnudagur í sumri, var smalareiðar- sunnudagurinn gamli, og Álftveringar höfðu hann enn í heiðri. Þá tygjuðu margir hesta sína og riðu út, sumir upp í Skaftártungu, aðrir milli bæja í sveitinni. Ekki var farið í hey, þótt þurrkur væri, og ísleifur fór, að ég held, aldrei á engjar á sunnudegi. Ég var seinna hjá honum í mikilli vatntíð og lítið búið að hirða úr mýrinni, þegar ég varð að fara heim. Það var á sunnudegi, og loftið var ekki þrungið þoku og súld. Sólin skein í heiði, það var kominn brakandi þurrkur. Þegar leið að hádegi, fór fólkið að tala um að fara á engjar, og voru flestir þess fýsandi, en Isleifur sat rólegur á rúmi sínu og las í sálmabók. Það raskaði ekki rósemi hans, þótt heyið væri að þorna og það myndi ef til vill blotna næsta dag. Ekki var það þó fyrir áhugaleysi, því ísleifur vann af kappi við heyskapinn. En hann vildi halda hvíldardaginn heilagan og rækja gamlar og góðar venjur. Mér þótti mikil náttúrufegurð í Verinu. Fjallahringurinn, sem lykur um hið mikla undirlendi frá Öræfajökli til Mýrdalsfjalla, þykir mér fegursti fjallahringur landsins. Á sólbjörtum morgnuin þótti mér líka sveitin yndisfögur yfir að líta. Stöðuvötnin, þrjú, sem eru þar í heimalandinu skammt frá bæjunum, prýddu mikið, björt og blikandi í skini morgunsólarinnar, og svo sléttan, iðja- græn og víðáttumikil. Ég fór fimm sumur austur að Jórvík til að heyja, síðast 1918. Þá var gras með allra minnsta móti, öll jörð illa sprottin eftir frostaveturinn mikla 1917-18. Enginn neyðarheyskapur var þó í Verinu, miðað við það sem var víða í sýslunni. Svo gaus Katla um haustið og olli Álftveringum þungum búsifjum. Þeir misstu margt fé í jökulflóðinu, og slægjulönd þeirra skemmdust mikið, 14 Godasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.