Goðasteinn - 01.12.1964, Side 21
]ón R. Hjálmarsson:
Orrustan um England 1066
Öldum saman hafa Englendingar verið herrar hafsins, og
styrkur veldis þcirra hefur að miklu leyti byggzt á þeirri stað-
reynd, að landið var sævi girt á alla vegu, eftir að konungum
Englands hafði tekizt að ná yfirráðum bæði í Wales og Skot-
landi. Englendingar gerðust snemma mildir sjófarendur og eign-
uðust með tímanum öflugri flota en nokkuð annað land jarð-
arinnar. Hélzt svo um langt skeið, þótt nú sé allt gjörbreytt frá
þvi sem áður var, því að mjög hefur hallað á Breta gagnvart
öðrum stórveldum hin síðari ár. Ot í þá þróun skal ekki farið
hér, heldur litið um öxl. Kemur þá í ljós, að um nærfellt níu
alda skeið, hefur engri óvinaþjóð heppnazt að gera innrás í
England og leggja það undir sig. Gildir þar einu hvaða stór-
höfðingjar hafa átt hlut að máli, hvort það var Filippus 2.
Spánarkonungur, Napóleon mikli Frakklandskeisari eða Adolf
Hitler einvaldur Þýzkalands. Það var árið 1066, sem eyþjóðin
varð í síðasta sinn að lúta í lægra haldi, er Vilhjálmur hertogi
í Normandie gerði innrás sína og vann allt England eftir hina
sögufrægu orrustu við Hastings.
í fornöld og fram eftir miðöldum var þetta allt öðru vísi. Þá
var England fámennt, klofið í mörg smáríki og átti ekki flota,
sem hverju eyríki er brýn nauðsyn. Oft var því fátt um viðnám
og varnir, þegar óvinaflota bar að landi. Þangað sigldi Júlíus
Cæsar, án þess að mæta verulegri andstöðu, á árunum 54 og 55 f.
Kr., er hann fór í leiðangra á hendur Bretum til að refsa þeim
fyrir að hjálpa keltneskum frændum sínum í Gallíu, sem Cæsar
var þá að brjóta undir veldi Rómverja. Cæsar hvarf fljótlega
Goðasteinn
19