Goðasteinn - 01.12.1964, Side 26
þess sem hann fékk allmargt manna frá Flandern, Bretagne og
öðrum nálægum löndum. Meiri hluti liðsins, sem er talið að hafi
verið um 5000 manns, var fótgöngulið, og hinir voru brynjaðir
riddarar. Stærsta vandamálið var að útvega nægilegan skipa-
flota til að flytja innrásarliðið og meira en 2000 hesta, ásamt
vopnum og vistum, yfir Ermasund. Vilhjálmur skipaði svo fyrir,
að safna skyldi saman öllum skipum, er fyndust í höfnum í
Normandie, og smíða mörg ný að auki. Um sumarið hafði hann
fengið um 700 skip stór og smá. Var þá allt tilbúið til ferðar,
en byr lét á sér standa, sem fyrr segir.
Áróðurinn og herbúnaðurinn í Normandie fór ekki fram hjá
Englendingum. Safnaði Haraldur konungur snemma sumars miklu
liði og beið þess sem verða vildi. Er tíminn leið og ekkert gerð-
ist, urðu hermann hans, sem flestir voru bændur, harla óþolin-
móðir. 1 september var að því komið, að herinn leystist upp,
því að bændur vildu fyrir alla muni fara heim til að vinna að
uppskerunni. En í því komu þeir Tósti og Haraldur harðráði,
svo að Haraldur Guðnason varð að halda liði sínu til móts við
þá og berjast við þá 25. september, svo sem fyrr segir. Án þess
að vita hið minnsta um, að keppinautur hefði komið frá Noregi,
lét Vilhjálmur hertogi í Normandie biðja fyrir því í öllum kirkj-
um landsins um sama leyti, að vindstaða breyttist og byr gæfi.
Honum varð brátt að bæn sinni, því að hinn 27. september gekk
veður til suðlægrar áttaf. Þegar að kvöldi sama dags lét Vil-
hjálmur blása til brottfarar, og árla næsta morgun lagði flotinn
að landi við strendur Sussexhéraðs. Þar flutti Vilhjálmur iið
sitt og útbúnað á land og bjóst um örskammt frá þorpinu Hastings
og ákvað að bíða þar Haralds konungs og manna hans.
Haraldur Guðnason hraðaði för sinni suður England. Reyndi
hann í leiðinni að efla lið sitt, og er gizkað á, að hann hafi
haft um 6-7000 manna her. Fremur voru menn hans illa vopnum
búnir og báru aðallega spjót og margvísleg barefli. Er England-
ingar komu í námunda við Vilhjálm og menn hans, lét Haraldur
þá taka sér stöðu á allhárri hæð og búast þar um. Grófu þeir
djúpa skurði umhverfis hæðina ofanverða og ráku niður öfluga
24
Goðasteiwi