Goðasteinn - 01.12.1964, Page 29
hvarf úr sögunni, en úr samruna hennar og frönsku herraþjóðar-
innar spratt enskan, sem nú á dögum er það mál, er víðast er
talað í veröldinni. Málið á Bjólfskviðu leið undir lok, og við tók
tunga Chaussers, Shakespeares og Byrons.
Normannakonungar reyndust margir dugmiklir landstjórnar-
menn, þótt harðir væru í horn að taka, og svo sem forfaðir
þeirra Göngu-Hrólfur og eftirmenn. hans vörðu Normandie á
sínum tíma fyrir innrásum víkinga og annarra óvina, vörðu þeir
og allir eftirmenn þeirra á konungsstóli, landið fyrir utanaðkom-
andi árásum. Árás Vilhjálms sigurvegara 1066 er því síðasta inn-
rás óvinaþjóðar, sem gerð hefur verið á enska grund með árangri.
Rangæsk ljóð
Komið hefur til orða, að útgefendur tímaritsins Goðasteins
tækju að sér að safna nokkru af ljóðum og lausavísum eftir fólk
í Rangárvallasýslu og búa til prentunar.
Hin síðari ár hafa komið fyrir almenningssjónir allmörg Ijóða-
söfn úr ákveðnum héruðum. Þessar Ijóðabækur hafa margar vel
tekizt og orðið vinsælar.
Nú þykir okkur vel þess virði að gera tilraun til, að einnig
Rangæingar gætu eignazt slíkt ljóðasafn. En hvort nokkuð af
þessu verður, fer algjörlega eftir undirtektum hinna mörgu skálda
og hagyrðinga, sem heima eiga hér í sýslu eða eru héðan, þótt
á brott séu flutt úr héraðinu.
Því biðjum við ykkur öll, sem áhuga hafið á málinu og viljið
leggja okkur lið í þessari viðleitni, að skrifa okkur og senda
okkur nokkuð af ljóðum ykkar og lausavísum, er við megum
velja úr til birtingar í væntanlegri bók. Einnig biðjum við um
að fylgi mynd höfundar og stutt æviágrip.
1 von um, að af þessu geti orðið, kveðjum við ykkur og árnum
allra heilla.
Goðasteinn
Jón R. Hjálmarsson.
Þórður Tómasson.
27