Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 30
Erlingur Filippusson:
Undrafyrirburður
Áður en ég kcm að aðalefninu, verð ég að hafa nokkurn
formála til skilningsauka fyrir þann, er þetta kann að lesa.
Sumarið 1897 fluttu foreldrar mínir, Filippus Stefánsson og
Þórunn Gísladóttir ljósmóðir, frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi
austur á Fljótsdalshérað, og voru þau, og það af systkinum mín-
um er með þeim fór austur, á Fljótsdalshéraði það sumar, en
fluttu til Seyðisfjarðar um haustið og voru þar um veturinn í
húsi, er þau ætluðu að kaupa, en þó fórst fyrir. Vorið 1898 tóku
þau jörðina Skálanes við Seyðisfjörð á leigu. Stunduðum við þar
bæði sjó og land. Um haustið veiddum við talsvert af síld og
settum nokkuð af henni í frystihús á Brimnesi. Veturinn 1898
kom til mála, að við keyptum jörðina Brúnavík við Borgarfjörð,
og varð það svo afráðið með samningum, og skyldum við flytja
vorið 1899, sem við gerðum um mánaðamótin maí og júní. Það
var góðviðri um tíma, og var allt flutt á árabát, fólk og farangur.
Við vorum þrír bræðurnir ,í þeim flutningum, ég, sem þetta rita,
Sigurður og Gissur. Stefán varð eftir á Skálanesi, elztur og mestur
búsýslumaður okkar bræðra, hann skyldi gæta þar fjárins fram
yfir sauðburð.
í síðustu ferðinni í þessum flutningum tókum við síld, sem
við áttum í frystihúsinu á Brimnesi, og sama kvöidið og við
komum norður beittum við línu og gáfum bræðrunum Árna og
Sigurði Sveinssonum síld, svo þeir gætu líka fengið sér í soðið,
ef fiskur væri. Brúnavíkina keyptum við af þeim, en þeir voru
ekki fluttir af jörðinni þegar við komum. Við bræðurnir rerum
um kvöldið, en þeim þótti of seint að róa. Við settum það ekkert
fyrir okkur að róa út í vornóttina, þó við værum komnir frá
Seyðisfirði. Við lögðum línuna djúpt norðaustur af Glettingsnesi
28
Goðasteinn