Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 32
„Þetta er bara belgurinn okkar“, en um leið og ég sleppi
orðinu, kemur belgurinn af brúsandi ferð alveg að borðstokkn-
um í austurrúminu á bátnum, þar sem ég var vanur að taka
línuna, svo mér þótti þetta orðið nokkuð skrítið og segi við
drengina:
„Róið þið dálítinn kipp, og við skulum sjá, hvað hann gerir.
Eg tek ekki þenna belg eins og er.“ Þá leggst belgurinn í kjöl-
farið og er svo sem 2 faðma frá stefni bátsins, og það er sama
hvort við rerum hratt eða^ hægt, hann er alltaf jafnlangt frá
bátnum. I þessari mynd fylgdi hann okkur nokkurn tíma, en á
svipstundu breyttist hann í kolsvarta kúlu, geysilega stóra, og
kom okkur saman um, að hún væri hátt á þriðja metra í þver-
mál. Þannig fylgdi hún okkur nokkuð lengi og jafnlangt frá og
belgurinn hafði verið.
Eins og hendi væri veifað, fer kúlan að skjóta útúr sér kol-
svörtum spjótum og með svo miklum hraða, að illt var að
fylgjast með. Ég var með hlaðna byssu í bátnum, orðinn ofsa-
reiður af þessum skrípalátum, stekk upp í bátnum með byssuna
og segi:
„Ég skýt á þenna andskota, hvað sem það er“, en þá segja
drengirnir báðir undir eins: „Það skaltu ekki gera, því þá getur
hlotizt verra af“. Lagði ég þá niður byssuna og tók árarnar.
Eftir nokkra stund hætti þessi hrina, en þá komu tvær aðrar
kúlur, aiveg eins og sú sem í kjölfarinu var, út af austurrúminu
á bátnum og jafnlangt frá honum og sú sem eftir fór. Við rerum
beint á Skjótanestanga, og eltu kúlurnar okkur í þessum stellingum
hér um bil upp að landi en þá hurfu þær, sem voru útaf síðunum
á bátnum, en sú, sem var í kjölfari bátsins, hélt áfram.
Frá Skjótanesi, yzt, er klofið nokkuð hátt sker, og er sund
fyrir innan skerið gegnum nesið, og á fjöru kemur upp flöt flúð
sunnan við sundið. Ég segi við drengina: „Við skulum róa að
flúðinni, brýna bátnum upp á hana og sjá hvað gerist, þegar við
erum komnir í land.“
Við gerum þetta og horfum nú á þenna rokna belg, sem var
alveg inni við flúðina nokkra stund, en strokkar sig þá geysihátt
upp, skellir sér niður og er þá nýr Færeyjabátur, alveg eins
30
Goðasteinn