Goðasteinn - 01.12.1964, Page 33
og við sáum áðuf, með þremur mönnum. Þeir tóku til áranna af
því offorsi, að ég hcf aldrei séð slíkt. Sjórinn gusaðist af árunum
langar leiðir og hvítur garður til beggja handa, eins og þegar
flugvél fer eftir sjó. Þeir stefndu fyrir Glettingsnes, og voru
ekki nema nokkur augnablik, þar til þeir hurfu okkur fyrir
nesið, og er þó æði langt á milli nesjanna.
Eftir þetta rerum við oft á þessar slóðir og urðum aldrei
neins varir, sem teljandi væri óeðlilegt.
Sumir kunna að gefa þá einföldu skýringu á þessu, að það hafi
verið missýning og ekkert annað. Sá slyddudómur finnst mér
varla geta staðizt, þar sem við sáum þetta allir jafnt frá upphafi
til enda, að minnsta kosti hálfan annan tíma, svo þetta var engin
skyndisýn.
Einu sinni sagði ég lögfræðingi þessa sögu; mig langaði að
heyra skýringu hans á þessu fyrirbæri. Eftir nokkra stund kom
skýringin: „Ætli það hafi ekki verið hnísa“. Ja, þá er nú hnísan
orðin meiri kúnstagripurinn, stundum getur hún verið bátur
með þrem mönnum og belgir af ýmissi gerð. Þetta þótti mér stór-
merkileg skýring, eins og vænta mátti.
En ætli það sé ekki nokkuð margt fyrir utan okkur sem við
enn ekki skynjum né skiljum?
Goðasteinn