Goðasteinn - 01.12.1964, Page 34

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 34
Jón Þ. Björnsson, Patreksfirði: K vebjustund Af blundi ég rís. Það er morgnt og móða í lofti og maísólin gægist senn yfir fjallabrún, í fylgd með henni er blærinn - og burt þau strjúka bládögg af grasi, angrið úr huga mér. Landið skiptir um lit, og vatnaaugun opnast af næturblundi, undrandi stara mót sól - eins og dagurinn skíni við þeim í fyrsta sinni fullur af yndi og fegurð, sem þau grunaði ekki. Jökullinn blasir við mér voldugri en áður, veröldin merlar og sindrar í hreinleika hans, sú veröld, sem eina ég átti undir fannbungu hans, - og fuglarnir, sem eru komnir handan af hafi í heimsókn til vorsins, hvíla um stund sinn væng þreyttan af löngu flugi. Bæirnir eru að vakna - og blómin á grundinni breiða faðminn mót lífinu, deginum, sólinni - og nú, þegar nóttin er liðin og ljóst af degi þá lít ég til sólar, - geng út á hlað og horfi hugfanginn móti heimabyggð minni í síðasta sinn. Svo oft hef ég séð þetta áður. En aldrei voru augu vatnanna dýpri - fjöllin blárri himininn hærri né kliðurinn mýkri í kjarrinu lágu. Ég er ein hríslan í hlíðinni - breiði Ijósvana lauf móti sól og fuglarnir gera sér hreiður í skjóli mínu. 32 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.