Goðasteinn - 01.12.1964, Page 35

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 35
Ég þekkti þig langan aldur landið mitt fagra, lindin mín bláa, ljós þitt og skuggar speglast í hjarta mínu - og söngur þinn ómar sífellt í hjarta mínu. Ég er ein hríslan í hlíðinni rifin upp með rótum, en í draumi mínum er ég eitt með þcr. Flöskupóstur Þorsteinn Jónsson læknir í Vestmannaeyjum og Páll Pálsson, ,,jökull“ sendu fyrsta flöskupóstinn frá Eyjum, köstuðu bréfa- flösku út frá Eiðinu í hafviðri. Oddný Jónsdóttir á Bakka í Landeyjum, f. 1852, d. 1887, fann flöskuna rekna á Bakkafjöru. 1 henni voru nokkur sendibréf, kvartalin af rullu til finnanda og þessar tvær vísur, er Páll hafði ort: Flaskan þessi ef finnast kann, feginn vil ég biðja kónginn jafnt sem kotbóndann kviðinn hennar ryðja. Svo útbýta bleðlunum, brátt svo ýtar fái sjá hvað nýtt í seðlunum sendist nú frá Eyjum. Margar bréfaflöskur bárust eftir þetta til landsins. Heppnaðist oftast vel, ef veðrið var hagstætt og hleðslan hæfileg. Ævinlega þótti þeim, sem fann, þetta skemmtilegur fundur. Sögn frú Oddnýjar Guðmundsdóttur frá Stórólfshvoli. Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.