Goðasteinn - 01.12.1964, Side 36

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 36
Þórður Tómasson: ðlafnr Eiríhssun kennari Minning Árið 1876 hleypti miðaldra bóndi undir Eyjafjöllum heim- draganum, tók sig upp frá börnum og búi og sigldi til Kaup- mannahafnar til að skoða heimsmenninguna. Var slíkt þá nær óheyrt um óbreytta bændur á íslandi. Síðan gerðist af honum saga mikil hér heima, vestur í Mormónalandinu Utah og í bók- iðju. Þetta var Eiríkur Ólafsson á Brúnum. Sonur hans, Ólafur kennari, andaðist 23. júní þ. á. og skorti þá eina viku á að vera 93 ára. Ólafur var fæddur á ættarsetri sínu, Hlíð undir Eyjafjöllum 1. júlí 1871. Móðir hans var Ragnheiður Jónsdóttir frá Neðra- Dal undir Eyjafjöllum, Guðmundssonar, komin af góðum bænda- ættum undir Eyjafjöllum og í Skaftafellssýslu. Eiríkur faðir hans var sonur Ólafs Sigurðssonar í Hlíð, af ætt Crumbecks hins skozka, sem bjó á Lambafelli undir Eyjafjöllum um 1600. Búa niðjar hans enn í Hlíð í beinan karllegg. í móðurkyn var Eiríkur á Brúnum kominn af Önnu og Hjalta á Stóru-Borg. Ólafur Eiríksson naut þess láns að fá fóstur hjá Kort Hjör- leifssyni í Berjaneskoti og konu hans Hallbjörgu Hallvarðsdóttur frá Neðra-Dal. Reyndust þau honum sem góðir foreldrar. Hall- 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.