Goðasteinn - 01.12.1964, Page 37
björg var góð kona, kunni vel til allra kvennaverka, og bar
heimilið í Berjaneskoti því glöggt vitni. Var það snyrtilegt svo
að af bar. Kort var einstakur snillingur í öllum verkum, stundaði
jöfnum höndum skipasmíði, söðlasmíði og járnsmíði. Spónskaft
eftir Kort, ágætlega grafið, geymi ég hér í byggðasafninu. Kort
var víðlesinn, fróður og rökvís. Vitnaði Ólafur oft til fóstra síns
í frásögnum. Bæði voru þau hjón gestrisin og skemmtileg heim
að sækja. Kort drukknaði í sjóslysinu mikla úti við Vestmanna-
eyjar 1901. Var Ólafur þá í Eyjum, áhorfandi að slysinu og vakti
einn yfir líki fóstra síns í útihúsi nóttina eftir. Ólafur bjó um
sinn í Berjaneskoti eftir lát fóstra síns með fóstru sinni og fóstur-
systur, Júlíu Ingvarsdóttur. Var þá orðlagður dugnaður hans við
jarðabætur.
Framan af ævi vann Ólafur jöfnum höndum við búskap og
sjósókn. Reri hann margar vertíðir undir Eyjafjöllum og frá
Vestmannaeyjum á árabátum. Kunni hann vel að segja frá sjó-
sókn fyrri tíðar. Af eigin rammleik og með sjálfsnámi varð hann
vel bókvís og ritfær. Gerðist hann barnakennari í Austur-Eyja-
fjallahreppi árið 1900. Naut þar að nokkru hvatningar tveggja
ágætra manna, sr. Jcs A. Gíslasonar í Eyvindarhólum og Lárusar
Bjarnasonar síðar skólastjóra í Flensborg. Bar Lárus Ólafi hið
mesta lof í mín eyru, er hann minntist liðinna daga undir
Eyjafjöllum.
Árið 1909 sótti Ólafur námskeið í Kennaraskóla íslands og
varð það að ágætum notum. Kennarastarfi sínu gegndi hann
óslitið til 1938, við erfiðar aðstæður, eins og þá var vxðast í
sveitum, en skyldurækni og áhugi ruddu torfærum úr vegi.
Nemendur Ólafs sýndu honum jafnan einstaka virðingu og
ræktarsemi. Átti hann frá þeim fagra og dýra muni, sem hann
gaf byggðasafninu í Skógum eftir sinn dag. I barnaskólanum í
Skógum er brjóstlíkan Ólafs steypt í eir og minnir á kennslu
hans með þessum orðum á fótstalli: ,,Þú kunnir aðeins hið góða
og kenndir það“. Barnaskólanum gaf Ólafur fyrir skömmu gildan
sjóð til að verðlauna nemendur fyrir góðan árangur í námi.
Ólafur átti lengi drjúgan þátt í félagslífi sveitar sinnar. Veitti
hann æskunni góðan stuðning við stofnun ungmennafélags og var
Godasteinn
35