Goðasteinn - 01.12.1964, Page 40

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 40
Guðrún Jakobsdóttir á Víkingavatni: Kunningi í Holti Kristján Jóhannes Sigurðsson Hann Kunningi var einn þessara kynlegu kvista. Aldrei hafði hann rétt mál á tungu, og hugsanir hans í munnlegri framsetn- ingu voru aðeins brot af orðum. Þó var hann af góðu fólki kominn. Ættmenni hans voru merkir bændur í Þingeyjarþingi, og núlifandi frændur hans þar eru listrænir, bæði ágætir söngmenn og leikarar. Bróðursonur hans í Þingeyjarsýslu var á sínum tíma góður eftirhermuleikari'og öllum ógleymanlegur. En Kunningi var líka öllum ógleymanlegur. Ég man hann frá minni fyrstu bernsku. Ég man eftir fallegu hlýju augunum hans, sem tjáðu mér vináttu og einlæga tryggð, trúmennsku hans og starfsþreki, þó var hann líkamasmár, en fádæma skarpur við þau verk, er hann kunni og réði við. Árið 1885 var afi .minn, séra Kjartan Einarsson prófastur, í Húsavík norður. Veitti hann þessu sérstæða sóknarbarni sínu athygli og tók það undir sinn verndarvæng. Síðar flutti hann til æskuheimkynna sinna undir Eyjafjöllum, og þangað fylgdi honum þessi fágæti kvistur. Aldrei hef ég þekkt meiri trúmennsku í orði eða verki en einmitt hjá Kunningja. Allt hans dagfar einkenndist af orðum þeim, er hann sífellt brýndi fyrir okkur systkinunum: „Vertu trúr, Guð sér til þín“. Sálarlíf hans var, ef segja mætti, á marga vegu. Hann var áhrifagjarn, hafði auga fyrir glettni en oft ofsafljótur að reiðast og vissi þá naumast fótum sínum forráð, en varla var orðasennan um garð gengin, er sáttfús sál hafði skrifað mis- gjörðirnar í sandinn og fyrirgefið allt. Þá er séra Kjartan afi minn andaðist, tóku foreldrar mínir við 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.