Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 41
brauðinu og Kunningja. Þótti honum í fyrstu lítið til föður míns
koma, en hann var Reykvíkingur og fákunnandi á sviði búskapar,
og það sem verra var í augum Kunningja míns, presturinn átti
engar kindur. Á heimili foreldra minna var margt vinnufólk
fyrstu búskaparár þeirra. Það var þá í tízku og sjálfsagt nauðsyn-
legt að hafa vinnumenn og vinnukonur. Það var allt ágætisfólk,
en Kunningja samdi misjafnlega við það og þoldi oft illa smá-
glettur, er í frammi voru hafðar, t. d. ef einn vinnumannanna
reis upp í dögun, baulaði einum þrisvar sinnum og sagði:
„Kristján, kýrnar eru farnar að baula“. En aðalstarf Kunningja
var að gæta kúnna. Rauk þá Kunningi minn fram úr rúminu,
þreif húfuna sína fyrst fata, dreif á höfuð sér og svaraði: „Baular
þú sjálfur helv.. þitt“. Já hann þreif húfuna, en frá æsku hafði
ekkert hár vaxið á höfði hans, og þótti honum það svo miður,
að aldrei borðaði hann húfulaus heima í Holti svo ég muni til.
Móðir mín spilaði á orgel, og sungum við börnin oft með henni,
en einu sinni brá okkur heldur, heyrðum við, að Kunningi var
meira en lítið særður og það svo, að hann bara grét, en við
áttuðum okkur fljótt, kvæðið, sem við sungum, var Eyjafjalla-
jökull eftir Bj. Thorarensen og endar svo: „Hven þar svo brenni
mjög ef þú spyr að. Eyjafjallaskallinn gamli er það“. Og þegar
við hættum, hraut sársaukalega út úr vini mínum: „Skalli ertu
sjálfur helv. . asninn þinn.“ Var ljóð þetta síðan látið kyrrt
liggja. Eitt var það líka, sem hann þoldi afar illa og eiginlega
alls ekki, það var að talað væri um dauðann við hann, ekki
mátti heldur kalla hann karl eða gamlan, ungur vildi hann lífinu
lifa alla tíð. Væri hann inntur eftir aldri, svaraði hann jafnan:
„Húsbóndi veit það, það stendur í bókinni“, en bókin var hin
almenna prestsþjónustubók staðarins. Ef hann heyrði mannslát,
brosti hann oft til mín og sagði: „Það deyja allir á undan mér
væna mín“. Og víst var það, margir dóu á undan honum, en þó
kom kallið til hans að lokum. Einu sinni kom áðurnefndum
vinnumanni í hug að reyna sálarstyrk vinar míns og skyldi hann
gefa Kunningja tryppi, og þó átti hann reyndar að vinna fyrir
því á þann veg að þegja í hálftíma, hvernig sem á hann væri
yrt. Stóðu nú leikar fyrst með ágætum, Kunningi þagði, og
Goðasteinn
39