Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 43
tryppið var að falla í hans hlut, þegar vinnumanni hugkvæmdist
að segja: „Séra Jakob, Kristján hlýtur að vera dáinn, við skulum
leggja ofan á hann sálmabók“. Já, þarna kom hann að dauðan-
um, þessum ógnvaldi, sem Kunningi mátti ekki hugsa til, hann
rauk því upp og svaraði á síðustu mínútunni: „Dauður ertu
sjálfur andsk. . þinn“. Þá varð nú gæfan ekki handsömuð meir,
tryppið var úr sögunni. Þannig var hann Kunningi minn. Oft fór
hann í sendiferðir, bæði eftir fólki í síma, en í Holti var land-
símastöð, og svo sem meira var, hann fór í verzlunarferðir. Öll
viðskipti voru skrifuð á blað, en honum þótti mjög mikið íil
þessa trúnaðarstarfa koma. Allir voru honum líka innilega góðir.
Man ég, er hann kom úr einni slíkri ferð, hafði hann þá lampa-
glös meðferðis frá Jóhanni kaupmanni í Steinum, úti var svarta
haustmyrkur, og auðvitað var Kunningi á hesti, því engar voru
bifreiðar þá komnar undir Eyjafjöllum. Kallaði hann hátt til
móður minnar: „Húsmóðir, hana taktu við þessu, það er óbrotið
úr mínum lúkum“. Og svo fór hann að blessa húsfreyjuna Jónínu
og sagði: „Hún gerði eins og handa gesti“. Þá fann hann, að hann
var einhvers metinn, og það gladdi hann innilega. En nú var að
vita, hvað húsfreyja hafði gert, en Kunningi gat ekki meira skýrt
frá því. Ég fór svo að ræða við hann: „Setti hún kaffið á bakka?“
„Já“. „Og lét hún kökurnar á disk, er hún bauð þér með kaff-
inu?“ ,,Já“. Það var ekki svo lítill viðburður í sálu vinar míns
að hafa nú fengið kaffi, sem var borið fram með slíkri viðhöfn.
Aldrei gat hann munað nöfn manna og h'tið yfirleitt af ýmsu,
er hann vildi sagt hafa við okkur, en allt komst það þó til skila,
við vorum orðin svo fim að raða þessum orðabrotum saman.
Þegar vora tók í Holti og líf gægðist uppúr hverri laut og hinn
yndislegi lækjarmosi glitraði í sólinni, greip útþrá Kunningja.
Heilluðu þá hug hans tignarlegar Vestmannaeyjar, er risu úr hafi
í suðvestri. Venja var, að bátar kæmu með vertíðarfólk upp að
ströndinni og tækju þá til baka, er Eyjar vildu gista á gleði-
stund. Kunningi var einn þeirra. Þar átti hann fjölmarga vini.
Fól hann okkur yngri kynslóðinni að gæta hinna helgu dýra
sinna, kúnna, hvað við og gerðum dyggilega. í Eyjum bar margt
á góma, nóg tóbak á boðstólum og ef til vill tár í glasi. Lyftist
Goðasteinn
4i