Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 44

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 44
brúnin, ef mjöðin var rauð og fögur, og raunar dugði liturinn einn til að leysa fjörið úr læðingi. Sagði Kunningi þá gjarnan gunnreifur: „Nú rýkur í mig“. Eitt sinn, er hann kom úr slíkri reisu, var hann með rautt hálsbindi. Spurðu systkini mín, hverju það sætti, að hann væri svo flott, en hann svaraði samstundis: „Nú, eru ekki allir menn bolsar? Magga er bolsi, strákarnir eru bolsar, og ég er líka bolsi“. Magga þessi var vinkona hans. En hvað var það að vera bolsi? Aðeins orð í sálu hans og svo að vera eins og aðrir. En það skeði líka í einni slíkri ferð, að hon- um var boðið í bíó, og þar sá hann nokkuð, sem gerði hann alveg undrandi, og nú fór hann að reyna að skýra málið, og að lokum tókst okkur að fá botn í þetta og svo kom það: „Helv. . maðurinn kyssti stelpuna og lét alla menn sjá“. Það var meira örlæti í ástum en hann taldi sæmilegt. Einhvern tíma var það á hirðingardegi í Holti, að mikið var að gera á engjunum, en ráðsmaður föður míns, Einar Ingvarsson, einhver duglegasti maður, er ég hef kynnzt, kemur að máli við Kunningja, sem var að koma með matinn, og biður hann nú að snúa fljótt heim og sækja reipi, en Kunningja var ekki um það gefið að láta ýta á sig við störfin, snýr samt við og for- mælir öllu og öllum í kringum sig og er í slíkum ham er heim á hlaðið kemur. Er þar móðir mín fyrir og tekur af glettni undir orð Kunningja. „Já, ég held, að maður viti, að Einar er versti maður“. Naumast hafði hún þetta mælt, er Kunningi svarar og segir: „Nei, hann er bezti maður“. Var þá þessi hrina úr sögunni. Þannig voru þær margar, eins og ský hyrfi frá sólu. Svo smábreyttist tíminn, vinnufólkinu fækkaði, og að lokum var starf þess alveg úr sögunni, en Kunningi var með okkur eins og eitt systkinanna. Við deildum saman gleði og æskuhryggð, það skildi hann allt manna bezt. Við mokuðum útúr hesthúsun- um, gáfum og brynntum kúnum, gengum svo að starfsdegi lokn- um í glaðan leik með þeim indælu æskufélögum, systkinunum í Ormskoti. Þar var Kunningi aðalleíkarinn. Oft snerum við á hann, en það þótti honum mest gaman „að vera úti“, sem kallað var, og biðja um hús ef verið var í húsgangsleik. Einu sinni fór ég að kenna honum vísuna „Einn var að smíða ausutetur" o. s. 42 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.