Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 45
frv. Það gekk nú allavega, og hann flutti hana bara að lokum
á þessa lund: „Sat - betur - gat“. Allar hinar hendingarnar voru
komnar útí veður og vind. En þótt undarlegt sé, sá hann fegurð
láðs og lagar með óbrotinni sál og blessaði þann föður, er gaf
okkur kyrrlát kvöld og bjarta vormorgna. Þá benti hann mér
stundum austur á Holtsósinn og sagði: „Væna mín líttu á, þetta
er fallegt“. Var þá lognvær morgunstund, fjöll, vatn og himinn
höfðu fallizt í faðma. Við gætum margt af honum lært, manni,
sem virtist svo takmarkað vit sett. En hver vissi um æsku hans?
Vafalaust hefur hún verið þyrnum stráð, því aldrei mátti hann
heyra æskustöðvar sínar á Húsavík eða Tjörnesi nefndar, ætlaði
hann þá alveg að tryllast. I Holti áttum við yndislega nágranna,
naut Kunningi þeirra oft. Hann unni hugástum reykjapípunni
sinni og þótti einnig gott að fá sér sígarettu, gekk hann þá á
bæina, og gáfu ungu piltarnir honum 1 pípu, en mest þótti honum
gaman að reykja með Guðrúnu húsfrú í Ormskoti, hún var alltaf
svo lífsglöð og hressandi. Stóðu stundum reykjarmekkir þeirra
sem hæst, er húsbóndinn sjálfur leit inn, rólegur* en þó glettinn.
„Já já, Kristján kominn, alltaf jafn kvensamur, maður á ekki einu
sinni konuna sína í friði fyrir þér kvennalubbinn þinn“. Færðist
þá Kunningi allur í aukana, brosti drýgindalega, tók stóran teig
af reyk svo að sindraði í glóðinni og sagði, þó með hógværð:
„Kvennalubbi ertu sjálfur", og svo hélt sólin áfram að skína í
hugarheimi hans.
Aldrei gat hann lært að þekkja á klukku, en eins og áður er
sagt, var aðalstarf hans að gæta kúnna. Að vetri til fór hann
oftast ekki á fætur til að gefa þeim, fyrr en ég eða mamma
vorum komnar til morgunverkanna. Þó brá einu sinni útaf því,
fór hann þá laust úr miðnætti til fjósastarfanna. Sat hann og sat
í fjósinu, kveikti í hverri pípunni eftir aðra, síðan sígarettum,
en aldrei kom Gunna á fætur. Hvað gat þetta verið? En er öll
þolinmæði var þrotin, birtist hann í svefnherbergisdyrum foreldra
minna kl. 6 að morgni. Ávarpar þá móður mín hann og segir:
„Góðan dag, Kunningi minn“, en hann ansaði fljótt: „Það er
enginn ansk. . góður dagur, tunglið er búið að gera mér brellu“.
Var hann þá búinn að finna út ástæðuna, að tunglið var fullt og
Godasteinn
43