Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 45

Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 45
frv. Það gekk nú allavega, og hann flutti hana bara að lokum á þessa lund: „Sat - betur - gat“. Allar hinar hendingarnar voru komnar útí veður og vind. En þótt undarlegt sé, sá hann fegurð láðs og lagar með óbrotinni sál og blessaði þann föður, er gaf okkur kyrrlát kvöld og bjarta vormorgna. Þá benti hann mér stundum austur á Holtsósinn og sagði: „Væna mín líttu á, þetta er fallegt“. Var þá lognvær morgunstund, fjöll, vatn og himinn höfðu fallizt í faðma. Við gætum margt af honum lært, manni, sem virtist svo takmarkað vit sett. En hver vissi um æsku hans? Vafalaust hefur hún verið þyrnum stráð, því aldrei mátti hann heyra æskustöðvar sínar á Húsavík eða Tjörnesi nefndar, ætlaði hann þá alveg að tryllast. I Holti áttum við yndislega nágranna, naut Kunningi þeirra oft. Hann unni hugástum reykjapípunni sinni og þótti einnig gott að fá sér sígarettu, gekk hann þá á bæina, og gáfu ungu piltarnir honum 1 pípu, en mest þótti honum gaman að reykja með Guðrúnu húsfrú í Ormskoti, hún var alltaf svo lífsglöð og hressandi. Stóðu stundum reykjarmekkir þeirra sem hæst, er húsbóndinn sjálfur leit inn, rólegur* en þó glettinn. „Já já, Kristján kominn, alltaf jafn kvensamur, maður á ekki einu sinni konuna sína í friði fyrir þér kvennalubbinn þinn“. Færðist þá Kunningi allur í aukana, brosti drýgindalega, tók stóran teig af reyk svo að sindraði í glóðinni og sagði, þó með hógværð: „Kvennalubbi ertu sjálfur", og svo hélt sólin áfram að skína í hugarheimi hans. Aldrei gat hann lært að þekkja á klukku, en eins og áður er sagt, var aðalstarf hans að gæta kúnna. Að vetri til fór hann oftast ekki á fætur til að gefa þeim, fyrr en ég eða mamma vorum komnar til morgunverkanna. Þó brá einu sinni útaf því, fór hann þá laust úr miðnætti til fjósastarfanna. Sat hann og sat í fjósinu, kveikti í hverri pípunni eftir aðra, síðan sígarettum, en aldrei kom Gunna á fætur. Hvað gat þetta verið? En er öll þolinmæði var þrotin, birtist hann í svefnherbergisdyrum foreldra minna kl. 6 að morgni. Ávarpar þá móður mín hann og segir: „Góðan dag, Kunningi minn“, en hann ansaði fljótt: „Það er enginn ansk. . góður dagur, tunglið er búið að gera mér brellu“. Var hann þá búinn að finna út ástæðuna, að tunglið var fullt og Godasteinn 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.