Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 47
ur stóð einn eftir, en hann gekk til fundar við skapara sinn,
kraup á kné úti í hlöðu og bað um styrk, og guð bænheyrði
hann; presthjónin, er við tóku, séra Jón M. Guðjónsson og frú
Lilja Pálsdóttir, voru Kunningja sem beztu foreldrar.
Svo leið hið fyrsta sumar, en er haustaði tók hann sér ferð
á hendur til okkar í Reykjavík. Urðu þá fagnaðarfundir. Byrjuðu
þá veizluhöld hjá honum og beztu vinum hans. Sígarettur hlóð-
ust upp í stafla, reyktóbak, eldspýtur og jafnvel hoffmannsdropar,
allt var þetta forði til ókomna tímans. Ein slík veizla var hjá
Georg Ölafssyni bankastjóra, en hann hafði verið unglingur í
Holti. Bankastjóri gaf alltaf mjög ríflega tóbak hverskonar, en
er heim skyldi halda, innir mamma Kunningja eftir, hvort hann
hafi þakkað fyrir sig, en hann var fljótur að svara og segir: „Nei,
það vantar spýturnar", bankastjóri hafði reyndar gleymt að af-
henda eldspýturnar. Varð úr þessu nokkur hlátur, og eldspýt-
urnar komu.
Marga ánægjustund átti Kunningi á heimili Guðbrands Magn-
ússonar forstjóra á þessum ferðum sínum. Sungu þeir þá gjarnan
vísu, er Kunningi hafði í æsku numið, og var hún á þessa leið:
Ástin gerir ennþá mig
ákaflega pína.
Fæ ég ekki að faðma þig
fallegasta Sína?
Ekki fylgdi vísunni lag eða viss tónhæð, en hún var sungin með
sínu lagi, og ekki hefði hann heldur flutt hana einn, styrkurinn
var allur hjá Brandi, eins og hann kallaði þennan góða vin sinn.
Margir aðrir, sem ég get ckki nefnt hér, voru Kunningja í þess-
um ferðum drengir hinir beztu.
Svo leið tíminn, og ég fluttist norður í Þingeyjarsýslu, í næsta
nágrenni við æskustöðvar vinar míns, leiðir okkar lágu ekki
saman eftir það. Elli sótti hann heim, og ljóminn yfir að vera
síungur var horfinn, koma dauðans ekki lengur kvíðvænleg. Hann
var sáttur við allt, forsjónin hafði lagt honum til góða vini á
lífsgöngunni, og þrátt fyrir margt andstreymi átti hann ávallt
góða húsbændur, hann var líka þeirra trúi þjónn. Að síðustu
sagði hann við húsmóður sína: „Nú finn ég, að ég dey í nótt,
•Goðasteinn
45