Goðasteinn - 01.12.1964, Side 48

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 48
ég bið að heilsa öllum“. Engill friðarins lagði blæju yfir hýru augun, og fallega brosið ljómaði enn á ásjónu hans, Kunningi var dáinn. Síðasta hvíla var honum valin við hlið lítils bróður míns í Ásólfsskálakirkjugarði. Þar er tigin fegurð og ró, sól sezt til viðar við yztu hafsbrún, og aldan við ströndina býður okkur góða nótt. Við systkinin og mamma gátum fylgt Kunningja að síðustu ásamt fjölda sveitunga okkar. Nú blessa ég minninguna um þennan fágæta mann og alla þá vini mína, er í sama garði hvíla og hlýjast struku mér um vanga sem barni. Guð blessi þá alla. Svo kveð ég Kunningja og minningarnar um hann. Ég veit, að hvert sem starf hans er í æðra heimi, vinnur hann það með sama hugarfari og hann vann foreldrum mínum: „Vertu trúr, því að Guð sér til þín“. Kunningi hét fullu nafni Kristján Jóhannes Sigurðsson, fæddur 9. 9. 1865 á Húsavík í S-Þingeyjarsýslu. 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.